Leikfélag Vestmannaeyja fagnar 100 ára afmæli sínu í ár

24.Ágúst'10 | 08:06

Leikfélag Vestmannaeyja

Leikfélag Vestmannaeyja fagnar 100 ára afmæli sínu um þessar mundir, og af því tilefni verða settar upp stórbrotnar og mikilfenglegar sýningar á þessu leikári.
Nú er að hefjast undirbúningur fyrir barnaleikrit sem frumsýnt verður í nóvember í leikstjórn Haralds Ara okkar. Þessi sýning verður án efa ein af þeim stærstu og mestu sem sett hefur verið upp hjá Leikfélagi
Vestmannaeyja og hvetjum við alla sem vilja taka þátt að setja sig í samband við okkur hjá Leikfélaginu.
 
Mánudaginn 30. ágúst hefst leiklistarnámskeið fyrir 16 ára og eldri. Námskeiðið er í 3 daga mán, þrið, og miðvikudag frá 20:00 - 22:00 Við hvetjum alla sem hafa einhvern áhuga að starfa með okkur að mæta,
hvort sem það er að leika, smíða, aðstoða við leikskrá, sauma búninga o.s.fr.v.
 
Einnig verða leiklistarnámskeið á sömu dögum fyrir 12 - 15 ára frá 17:00 - 19:00
 
Verð: 500 kr
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.