Umfjöllun:

ÍBV steinlá fyrir Grindavík í rokleik

22.Ágúst'10 | 22:32
Grindvíkingar unnu topplið ÍBV 1-0 í rokleik í Vestmanneyjum í kvöld. Með sigrinum náðu Grindvíkingar að komast upp í níunda sætið og komast lengra frá fallsvæðinu.
 
 
Sterkur vindur var á annað markið í Eyjum í kvöld og veðrið gerði leikmönnum afar erfitt fyrir. Ef boltinn fór upp í loft greip vindurinn hann og Eyjamönnum gekk sérstaklega illa að halda boltanum á jörðinni.

Grindvíkingar léku með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og komust yfir þegar Hafþór Ægir VIlhjálmsson skoraði eftir að hafa sloppið í gegn og farið framhjá Alberti Sævarssyni sem fór í misheppnað úthlaup.

Orri Freyr Hjaltalín misnotaði gott skallafæri áður en fyrri hálfleikurinn var úti og Tonny Mawejje brást einnig bogalistin á hinum enda vallarins.

Í síðari hálfleiknum reyndu Eyjamenn að setja meiri kraft í sóknina og minna fór fyrir sóknarleik Grindvíkinga.

Vörnin hjá Grindavík var hins vegar afar þétt og ÍBV náði ekki að skapa sér alvöru færi, Damen Justin Warlem komst næst því að skora en hann skallað yfir eftir hornspyrnu.

Í viðbótartíma vildu Grindvíkingar fá vítaspyrnu þegar Gilles Mbang Ondo féll í teignum eftir baráttu við Albert Sævarsson. Gunnar Jarl Jónsson, dómari leiksins, spjaldaði Ondo fyrir leikaraskap og það þýðir að hann verður í leikbanni í næsta leik gegn Breiðablik.

Grindvíkingar voru vel að sigrinum komnir en þeir spiluðu þéttan varnarleik og gáfu afar fá færi á sér. Ólafur Örn Bjarnason hefur komið mjög sterkur inn í vörnina og Grindavík hefur einungis fengið eitt mark á sig síðan hann byrjaði að spila.

Eyjamenn hafa oft spilað betur en í kvöld en liðið gæti misst toppsætið á morgun þegar Breiðablik mætr Haukum. Eyjamenn mæta síðan Fylki um næstu helgi og þurfa að leika betur þar til að ná sigri.

ÍBV: Albert Sævarsson, James Hurst, Rasmus Christiansen, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Matt Garner, Finnur Ólafsson, Andri Ólafsson, Damien Justin Warlem, Tonny Mawejje (Gauti Þorvarðarson 70), Eyþór Helgi Birgisson (Denis Sytnik 61), Tryggvi Guðmundsson.
Ónotaði varamenn: Elías Fannar Stefnisson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton Bjarnason, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Arnór Eyvar Ólafsson.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.