Hef örugglega hitt þúsund lækna og sjúkraþjálfara

21.Ágúst'10 | 10:52
Margrét Lára Viðarsdóttir viðurkennir að hún eigi eitthvað í land með að sigrast á erfiðum meiðslum sem hafa hrjáð hana í tvö ár. „Ég er ekki sami leikmaður og ég var vegna meiðslanna," segir markadrottningin frá Vestmannaeyjum.
Margrét segir að sér líði ágætlega en hún spilaði sinn fyrsta heila leik í langan tíma um síðustu helgi. „Ég er ánægð með að vera byrjuð aftur að spila eftir langa fjarveru en það er mikill dagamunur á mér," segir Margrét.
 
„Þetta hefur verið mjög erfiður tími og langt ferli. Ég er örugglega búin að hitta þúsund lækna og sjúkraþjálfara og alls konar teymi. Sumir hafa hjálpað mér mikið en ég hef aldrei náð þessu almennilega úr mér. Nú er ég komin aftur í endurhæfingarferli þar sem ég þarf að byggja mig upp líkamlega og andlega," segir Margrét sem er einmitt að hefja nám í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Það mun hún stunda í fjarnámi.
 
Eitt af því sem Margrét íhugar að gera til að ná sér er að taka sér frí frá knattspyrnu eftir landsleiki Íslands gegn Frökkum og Eistum. Kristianstad á sjö leiki eftir í sænsku úrvalsdeildinni.
 
„Þetta er stór spurning sem ég hef verið að velta mikið fyrir mér. Það væri kannski best að taka sér tíma í þetta og koma sterkari inn á næsta ári. Ég veit að ég eyðilegg ekkert í mér með að spila en ég er ekki sami leikmaður og áður. Ég geri ákveðnar kröfur til mín eins og fjölmiðlar og liðsfélagar mínir. Ég vil standa undir þessum kröfum," segir hún.
 
„Ég er hungruð í að komast í mitt gamla form og að taka mér frí gæti verið leiðin til þess. Við erum um miðja deild í Svíþjóð og þrátt fyrir að við höfum ákveðin markmið þar verð ég kannski að hugsa um sjálfa mig. Ég hef ekki gert það undanfarin tvö ár heldur oft tekið ákvarðanir út frá liðunum mínum. Ég vil alltaf spila en ég þarf líka að sýna skynsemi," segir Margrét.
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is