Árni Johnsen tók hellur í leyfisleysi

20.Ágúst'10 | 12:31

Árni Johnsen, Þjóðhátíð, Brekkusöngur

Sex stórar móbergshellur voru teknar í leyfisleysi af barðinu ofan við Klaufina í Vestmannaeyjum á dögunum. Hellurnar standa nú á vörubrettum við heimili þingmannsins Árna Johnsen. Framkvæmdaleyfi þarf frá bænum fyrir svona efnistöku, nokkuð sem yfirmaður umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar fullyrðir við DV að Árni hafi ekki aflað sér.
Árni Johnsen hefur staðið í framkvæmdum við heimili sitt að Höfðabóli þar sem menn höfðu upp á vörubrettunum með móbergshellunum. Þingmaðurinn er búinn að vera að grafa niður gám við Höfðaból sem hann ætlar víst að nota sem geymslu og hafði hugsað sér að raða móbergshellunum við þann gám.
 
„Ég tók þarna nokkur hellur já í góðri trú um að það væri ekkert athugavert við það,“ segir Árni en ef hann verður beðinn um að skila hellunum segir hann það hið minnsta mál. „Já ekkert vandamál. Ef það kemur eitthvað vandamál þá bara leysum við það.“
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.