GV í 3ja sæti samkv. pressan.is

Úttekt: Tíu bestu golfvellir á Íslandi

19.Ágúst'10 | 10:50
Ég ætla að setja hér fram topp 10 lista yfir þá golfvelli sem mér finnst skemmtilegast að leika á og ég tek það hér fram að þetta er bara mín skoðun á völlunum hér heima.
 1. Grafarholtsvöllur, Það er eitthvað við þennan völl sem gerir hann að „Old Course“ og allir ættu að leika einhverntíma í holtinu.
 
2. Keilir, Hafnarfirði þessi völlur er alltaf í góðu standi og einstaklega gaman að leika þennan völl. Það sem einkennir þennan völl eru tveir gjörsamlega ólíkir 9 holu helmingar, annar í þröngu hrauninu og hinn á opnu svæði.
 
3. Vestmannaeyjar, glæsilegt umhverfi og gríðarlega skemmtilegar brautir og vindurinn erfiður í dalnum.
 
4. Urriðavöllur í landi Oddfellowa, þetta er í mínum huga skrúðgarður og umhverfið ótrúlega fallegt, þrátt fyrir að liggja ekki lengra frá höfuðborginni kemst maður í kyrrð og ró. Þröngar brautir og kannski ekki góður keppnisvöllur í þeim skilningi en frábær skemmtun.
 
5. Golfklúbbur Akureyrar, fallegur golfvöllur sem er yfirleitt seinn til á sumrin en þegar hann nær að sýna sitt besta er þetta frábær golfvöllur. Síðustu 10 ár hefur hann átt undir högg að sækja en samt sem áður er þetta frábær skemmtun og enginn verður svikinn af því að leika völlinn.
 
6. Korpuvöllur Reykjavík, völlur sem er yfirleitt í fínu standi og er frábær keppnisvöllur. Virkilega gott „test“ á getu kylfinga.
 
7. Golfklúbbur Þorlákshafnar, án efa einn erfiðasti golfvöllur landsins en á móti minnst notaður af öllum 18. Holu völlunum og kannski er samhengi á milli þess að hann sé erfiður og að fólk forðist hann. Snilldar hönnun á brautum og vindurinn getur breytt þessum velli í „monster“
 
8. Golfklúbbur Suðurnesja, Flottur opinn golfvöllur sem er frekar einfaldur þegar veðrið er gott en á leirunni er nánast alltaf hvasst og því er alltaf barist við vindinn. En Leiran í gegnum árin hefur alltaf staðið fyrir sýnu í flottri umhirðu og góðum flötum.
 
9. GL Akranes, Virkilega skemmtilegur og um leið krefjandi völlur sem maður fær seint leið á. Það er vel þess virði að fara og leika á skaganum.
 
10. Golfklúbburinn Kiðjabergi, fær 10 sætið hjá mér einfaldlega af þeirri ástæðu að vallarstæðið er glæsilegt og virkilega gaman og krefjandi að leika þennan völl.
 
Aðrir golfvellir komast ekki inn á topp 10 hjá mér í bili og eins og þið sjáið eru fyrir utan þennan lista vellir eins og Hella – GKG – Grindavík – Setberg – Borgarnes – Nesvöllurinn – Sandgerði – Selfoss – Kjölur - Hveragerði og svo má lengi telja og sjálfsagt eru margir ósammála mér því að hverjum finnst sinn fugl .......
 
En allavega það gerir öllum gott að leika einhvern annan völl en sinn heimavöll og þannig verður maður líka betri og kynnist fjölbreyttari aðstæðum og lærir að takast á við nýjar áskoranir.
 
Ps. Farið og leikið Þorlákshöfn, þar lendið þið í mjög góðu testi á hvað þið standið virkilega getulega séð. Prufið að stíga út fyrir ramman sem er ykkar heimavöllur.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.