Þjóðhátíð Vestmannaeyja: Úrbótatillögur

Fimmtudagsþruman eftir Tryggva Hjaltason

18.Ágúst'10 | 23:59
Ó vort troðna vé
 
Fimmtudagsþruman hefur ekki veigrað sér hingað til að snerta á sjóðheitum og jafnvel eldfimum málefnum, verður þessi Fimmtudagur enginn undantekning!
 
 
Í ár urðu vissulega þáttaskil á Þjóðhátíðinni og með bættum samgöngum má segja að hámarki sé náð í gestafjölda. Margir myndu eflaust telja þetta vandamál en þarna sér höfundur ýmsa góða möguleika.
 
Úrbótatillögur Fimmtudagsþrumunnar varðandi Þjóðhátíð Vestmannaeyinga:
 
1) Hækka verðið töluvert, en einungis upp á landi! Vestmannaeyingar mættu áfram kaupa miða á svona 12 þúsund krónur en almennt miðaverð upp á landi yrði svona 20 þúsund krónur. Hér hafa margir bent á framkvæmdarvandamál eins og „hvernig er hægt að passa að bara Vestmannaeyingar fái miða á lægra verði“ og fleira í þessum dúr. Nú það eru ýmsir valkostir eins og t.d. að leyfa fólki að versla í gegnum afsláttarkort sitt í Herjólfi, t.d. 5 miðar á kort. Eða í gegnum fyrirtæki eða menntastofnanir í Eyjum, margar fleiri leiðir eru færar, það þarf bara að vera ferskur í hugsun. Í dag stendur ÍBV frammi fyrir lúxusvandamálinu „umframeftirspurn“ og er höfundur því handviss að þetta væri framkvæmanlegt.
2) Hækkun miðaverðs á aðkomufólk gefur okkur eftirfarandi: Meiri peninga til að gera hátíðina flottari og auknar líkur að hingað sæki ekki of mikið af „börnum“ og/eða pappakössum (skýr. Fólk sem mætir illa skipulagt og pakkar bara áfengi og eiturlyfjum og ákvað að kaupa miða á síðustu stundu og endar svo á að brjóta rúðu niður í bæ, hrækja á Eyjamann og blóta Herjólfi). Þá myndu Vestmannaeyingar einnig endurheimta aftur hátíðina sína að því leyti að þeir væru ekki að borga jafn mikið og AKP. ÍBV myndi einnig græða meira og halda áfram að byggja upp glæsileika sinn, það myndi svo enduróma í auknu sjálfstrausti og vellíðan bæjarbúa, þá sérstaklega í auknu hreysti og íþróttaástundun ungmenna. Hér myndi þess vegna minnka heilsufarsvandamál og Eyjamenn verða hlutfallsega mun hressari en aðrir landsmenn!
3) Með meiri pening á milli handanna væri hægt að koma að þeim skipulagsbreytingum sem höfundur hefur stundum velt fyrir sér og rætt við margan eyjamanninn og fengið góðan hljómgrunn fyrir:
a. Bæta við 3ja sviði og auka fjölbreytileika í tónlist
b. Fá erlenda skemmtikrafta og stærri nöfn (þetta þarf ekki einu sinni að hækka kostnað of mikið vegna þess að hátíðin er í sérflokki og Ísland er vinsæll staður hjá tónlistarfólki og hafa mörg dæmi sýnt að frægir listamenn eru reiðubúnir að koma á klakan undir kostnaðarverði, gott dæmi er t.d. að Prodigy kom á UXA hátíðina)
4) Næstu hugmyndir er það sem við köllum b-hugmyndir og er þeim í raun aðeins ætluð framkvæmd ef rosa mikið af pening kemur í kassan:
a. Girða af hvítu tjöldin með rafmagnsgirðingum og allir Vestmannaeyingar fá rafræn auðkenniskort og sína eigin gæslumenn
b. Gera Herjólf skotheldan
c. Vestmannaeyjar verða sjálfstæðar og við getum krafið aðkomufólk um vegabréf og rukkað tolla.
d. Með peningnum frá tollinum sem allir þjóðhátíðargestirnir þurfa að borga verður svo hægt að byggja kafbát!
 
Ekki er reiknað sterklega með því að tillögur í fjórða málslið hljóti almennan hljómgrunn, en allt fyrir ofan málslið 4 er höfundi nokkur alvara með en varpar þessum hugmyndum þó frekar fram til að auka umræður heldur en annað, enda er það stefna Fimmtudagsþrumunnar almennt.
 
Mynd: José Miguel B. Cervantes
 
 
Ber hér einnig að taka fram að höfundur telur að ÍBV hafi staðið sig með stakri prýði með umsjón Þjóðhátíðarinnar og þá sérstaklega árið 2010 þar sem stór óvissuþáttur gerði skipulagningu erfiðari en var tekið á því með fagmennsku og dugnaði.
 
Já lifi Vestmannaeyjar og Eyjamenn!
 
Húrra
 
Tryggvi
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.