Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem komu upp

17.Ágúst'10 | 17:05
Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem komu upp. Þó var eitthvað um stympingar við skemmtistaði bæjarins en engar kærur liggja fyrir. Þá þurfti lögreglan að aðstoða fólk til síns heima sökum ölvunarástands þess.
Fimm ökumenn voru sektaðir vegna brota á umferðarlögum og er í þremur tilvikum um hraðakstursbrot að ræða í einu tilviki ólöglega lagningu. Í einu tilviki var um að ræða óheimila notkun á þokuljósum.
 
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið en í öllum tilvikum var um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is