Skreppa í sund til Eyja

12.Ágúst'10 | 10:19
Fjölmargir hafa lagt leið sína til Vestmannaeyja síðan Landeyjahöfn var tekin í notkun. Bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn sækja eyjarnar heim en mest aukning hefur verið í dagsferðum.
„Við höfum fengið hingað fullt af Íslendingum sem aldrei hafa komið áður til Vestmannaeyja,“ segir Kristín Jóhannsdóttir, menningar- og markaðsfulltrúi Vestmannaeyjabæjar. Hún segir nokkuð um að sumarbústaðaeigendur á Suðurlandi komi í dagsferðir og sæki þá söfnin og veitingastaðina. Sumir komi jafnvel aðeins til að kíkja í sund en í vor var opnuð ný sundlaug í Vestmannaeyjum sem Kristín segir eina þá glæsilegustu á landinu.
 
Um 40 þúsund farþegar hafa farið milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja frá því Landeyjahöfn var tekin í notkun 21. júlí síðastliðinn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).