Einstakt tækifæri vísindamanna:

Fá kafbát milljarðamærings til að kafa við Surtsey og rannsaka

12.Ágúst'10 | 19:31
Leyfi hefur fengist fyrir rannsóknum íslenskra vísindamanna við Surtsey og munu tæki Paul Allen vera notuð til þess að kafa að eyjunni. Hann hefur með sér tvo kafbáta, einn tíu manna og einn sem er fjarstýrður.
Lovísa Ásbjörnsdóttir, Starfsmaður Umhverfisstofnunar í Vestmannaeyjum og sérfræðingur friðlands Surtseyja, segir í samtali við Pressuna að íslenskir vísindamenn hafi fengið leyfi til þess að kafa að Surtsey.
 
Paul Allen, auðkýfingur og annar stofnenda Microsoft, hefur boðið vísindamönnum að nýta tækjabúnað sinn til rannsókna við Surtsey. Snekkja hans, Octopus, hefur vakið mikla athygli hér á landi en hún hefur meðal annars komið við í Reykjavíkurhöfn.
Um verkefnið segir Lovísa:
 
„Þetta er einstakt tækifæri til þess að kafa mun dýpra við Surtsey en áður hefur verið gert. Þetta er í raun einstakt tækifæri fyrir íslenska vísindamenn sem fá að nýta sér tæki Paul Allen.“
 
Lovísa segir að skilyrði séu sett með leyfunum og vandlega hafi verið gengið úr skugga um að lífríki Surtseyjar verði ekki raskað.
 
Aðspurð um tækjabúnað Paul Allen segir Lovísa:
 
„Hann er með tvo kafbáta, annan tíu manna og hinn fjarstýrðan. Ég veit ekki hvor báturinn verður notaður. Leyfi hefur verið fengið til tveggja daga rannsókna. Bæði ljósmyndir og myndbönd verða tekin af Surtsey neðansjávar.“
 
Um það hvort Paul Allen verði um borð í kafbátnum segir Lovísa:
 
„Það getur í sjálfu sér verið að hann fái að vera um borð en hann verður algert aukaatriði. Íslendingar hafa hingað til aðeins geta kafað á þrjátíu til fjörtíu metra dýpi að Surtsey. Með kafbátnum er hægt að komast að hafsbotni þó vel verði gætt að því að setlög þyrlist ekki upp.“
 
Lovísa segir að rannsóknargögnin verði opinber og hægt verði að nálgast þau bæði hjá Hafrannsóknarstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.
 
 
 
 
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%