SMS skeytasendingar sexfölduðust

11.Ágúst'10 | 17:39
SMS skeyti, sem fóru um GSM og 3G senda Símans í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina, sexfölduðust samanborið við venjulega helgi, að sögn Símans.
Fyrirtækið segir, að ef sunnudagurinn sé skoðaður sérstaklega megi sjá, að fjöldi sendra SMS skeyta nífaldaðist miðað við venjulegan sunnudag. Þá jókst talumferðin einnig umtalsvert um GSM og 3G senda Símans á svæðinu en þar má merkja fjórföldun á fjölda símtala.
 
Síminn setti upp sérstaka færanlega senda í Herjólfsdal fyrir þjóðhátíð til þess að samskiptin gengju snurðulaust fyrir sig.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.