Dagbók lögreglu nýliðnar viku

Par var stöðvað fara inn á útisvæði sundlaugarinnar eftir lokun

Falsaðir peningaseðlar í umferð í Eyjum

9.Ágúst'10 | 20:50
Þá er Þjóðhátíðin búin og við tóku fastir liðir eins og venjulega. Mikið var að gera hjá Lögreglu í óskilamununum eftir Þjóðhátíðina. Barst mikið af óskilamunum sem þurfti að fara í gegnum til að reyna að finna út eigendur þeirra. Þá var mikið hringt inn og spurt um hluti er höfðu glatast. Vel hefur gengið að koma óskilamununum út og er ekki mikið eftir á lögreglustöðinni.
Tvær tilkynningar bárust Lögreglu varðandi falsaða peningaseðla. Er verið var að fara í gegnum uppgjör frá tveimur verslunum komu í ljós tveir falsaðir peningaseðlar, 1 x 1.000 kr. seðill og 1 x 5.000 kr. seðill. Málin eru í rannsókn.
 
Ein líkamsárás var kærð á tímabilinu en hún átti sér stað yfir Þjóðhátíðarhelgina. Málið er í rannsókn. Þá var tilkynnt um líkamsárás er átti sér stað í Herjólfsdal yfir Þjóðhátíðna. Urðu málalok þau að viðkomandi aðilar náðu sáttum og því ekki aðhafst meira í málinu að hálfu Lögreglu.
 
Tilkynnt var um tvo þjófnaði á númeraplötum á bifreiðum. Var önnur bifreiðin á Dalveginum og var framplatan tekin. Við eftirgrennslan Lögreglu fannst númeraplatan og hefur henni verið skilað til eiganda. Í hinu tilvikinu var bifr. við sorpbrennslustöðina er skráningarnúmerin voru tekin af henni. Eru þeir sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um hvar skráningarnúmerin eru niðurkomin beðnir að hafa samband við Lögreglu. Þá var tilkynnt um þjófnað á fatnaði úr einu Þjóðhátíðartjaldi. Eru allar upplýsingar varðandi þann þjófnað vel þegnar.
 
Í vikunni bárust Lögreglu upplýsingar um að öflugar sprengingar hafi orðið í Herjólfsdal á aðfaranótt mánudagsins 2. ágúst s.l. Munu 3 aðilar hafa skaðast við sprengingarnar sem voru mjög öflugar. Málið er í rannsókn og eru þeir sem hafa einhverjar upplýsingar varðandi sprengingarnar beðnir að hafa samband við Lögreglu.
 
Þrír aðilar voru kærðir fyrir ölvun á almannafæri. Var ölvunarástand þeirra þannig að Lögregla þurfti að hafa afskipti af þeim sökum ónæðis af þeirra hálfu.
 
Tilkynnt var um tvo aðila er voru fyrir innan girðingu á útisvæði sundlaugarinnar eftir lokun. Reyndist þarna vera um að ræða par er hugðist hafa það gott í pottunum. Var þeim vísað útfyrir girðingu.
 
Þá var tilkynnt um tvo unga drengi er voru að fikta með eld við bókasafnið. Var rætt við drengina um hætturnar sem eru þessu samfara. Þá var haft samband við foreldra þeirra og þeim kynnt málið.
 
Af umferðinni er það að frétta að tilkynnt var um árekstur og afstungu er átti sér stað á bifreiðastæðum við Krónuna á fimmtudeginum fyrir Þjóðhátíð (29. júlí 2010). Þar var ekið utan í bifreiðina VT-005 og eru skemmdir aftarlega á hægri hlið hennar. Bifreiðin VT-005 er ljósbrúnn Grand Cherokee. Biður Lögregla þá sem hugsanlega urðu vitni að árekstrinum að gefa sig fram. Þá var tilkynnt um minniháttar umferðaróhapp á Básaskersbryggju er bifr. var ekið utan í tjaldvagn. Engin meiðsli urðu á fólki og minniháttar tjón.
 
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að aka gegn rauðu ljósi á gatnamótum Strandvegar og Heiðarvegar. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka gegn einstefnu. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti við aksturinn.
 
Tveir ökumenn voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Var annar þeirra einnig með útrunnin ökuréttindi. Þá var einn ökumaður handtekinn, grunaður um ölvunarakstur. Lögregla hafði afskipti af einum aðila er hugðist fara að aka bifreið sinni en reyndist ekki vera í ástandi til þess sökum ölvunar. Slapp hann fyrir horn því það náðist að stöðva hann áður en aksturinn hófst. Annar aðili, er var edrú, ók í staðin.
 
Stöðvaði Lögregla akstur einnar bifreiðar þar sem of margir farþegar voru í henni. Viðurkenndi ökumaður brot sitt og verður hann sektaður fyrir athæfið. Var einum farþeganna gert að yfirgefa bifreiðina áður en hún hélt áfram.
 
Einn aðili fékk alvarlegt tiltal eftir að hafa sparkað í lögreglubifreið að tilefnislausu. Fékk hann áminningu fyrir.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.