Verðum að koma okkur aftur niður á jörðina

ÍBV vann góðan sigur á Haukum í dag 3-2

8.Ágúst'10 | 20:46
Danien Justin Warlem setti heldur betur mark sitt á leik ÍBV þegar Eyjamenn tóku á móti Haukum í dag. S-Afríkumaðurinn kom inn á sem varamaður á 64. mínútu og aðeins tólf mínútum síðar var hann búinn að skora tvö mörk.
„Það lítur allt út fyrir að ég sé að verða einskonar lukkudýr liðsins. Kem inn á og þá nær liðið sér á strik,“ sagði Warlem glaðbeittur í leikslok.
 
„Ég er bara ánægður með að liðið vann, það skiptir ekki máli hver skorar. Það hentar mér ágætlega að koma inn á eins og ég gerði í dag. Þegar ég byrja inn á, þá er ég oft einn á toppnum en eins og í dag, þá vorum við þrír saman og þá hefur maður meira frelsi til að hlaupa í eyður.“
 
En tvö mörk með aðeins fimm mínútna millibili?
 
„Já þetta var draumi líkast. Ég fékk samt ekkert mikinn tíma til að hugsa þetta enda sóttum við mikið í seinni hálfleik en það var erfitt að trúa þessu. Ég hefði alveg getað skorað fleiri, ég fékk ágætis færi til þess og hefði alveg mátt skora tvö í viðbót.“
 
En þetta var erfiðari leikur en margir áttu von á?
 
„Við vissum alveg að leikurinn yrði erfiður því Haukar eru að berjast fyrir lífi sínu. En ég held að ómeðvitað séum við aðeins farnir að ofmetnast. Liðinu hefur gengið vel og er á toppnum en við verðum að koma okkur niður á jörðina andlega, til að geta haldið áfram eins og við höfum gert í sumar,“ sagði Warlen að lokum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%