Tryggvi gaf Gulla Þórstreyju

6.Ágúst'10 | 00:48
Tryggvi Guðmundsson leikmaður ÍBV gaf Gunnleifi Gunnleifssyni markmanni FH gamlan íþróttabúning eftir leik liðanna í efstu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Treyjan er söguleg þar sem hún er frá þeim árum þegar tvö íþróttafélög voru í Vestmannaeyjum, Þór og Týr.
Tryggvi og Gunnleifur léku áður saman með meistaraflokksliði FH í knattspyrnu. Eftir að hafa tekist drengilega á í leik ÍBV og FH á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld, þar sem FH hafði sigur með þremur mörkum gegn einu Eyjamanna, gerði Tryggvi gamlan draum Gunnleifs að veruleika og gaf honum Þórsbúning.
 
Treyjan er frá þeim tíma þegar leikið var undir merkjum félaganna Þórs og Týs í yngri flokkum í Vestmannaeyjum. Tryggvi lék með báðum félögum í gegnum árin og man Gunnleifur vel eftir þeim tíma þegar hann mætti Tryggva, Hermanni Hreiðarssyni, Yngva Borgþórssyni og fleiri Eyjamönnum, ýmist í grænum Týsbúningum eða bláum Þórsbúningum. Gunnleifur segir að hann hafi alltaf haldið meira upp á búning Þórara, hann segist einnig bera svipaðar taugar til búnings Þórsara á Akureyri.
 
Þrátt fyrir að mörg ár séu liðin frá því að Týr og Þór voru lögð niður í Vestmannaeyjum gat Tryggvi útvegað einn af gömlu Þórsbúningunum sem hann segir að enn séu varðveittir hjá gömlum Þórurum á Heimaey.
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.