Áreiðanlega einn snyrtilegasti bær á landinu

Segir í bréfi til Bæjarstjórn Vestmannaeyja

6.Ágúst'10 | 16:03
Vestmannabær fékk sendan póst þar sem bænum er hrósað yfir hversu snyrtilegur bærinn er. Með komu bakkafjöru hefur bærinn iðað af lífi og virðist fullt í flestar ferðar Herjólfs með bíla bæði frá og til Vestmannaeyja. Ferðamenn innlendir sem erlendir geta nýtt nýja ferðamáta Vestmannaeyja og koma hingað í dagsferðir eða stoppa hér í nokkrar nætur. Vestmannaeyjabær er einn sá fallegasti á landinu og erum við afar stolt af því og ekki okkur leiðinlegt að fá hrós fyrir að bjóða upp á snyrtilegan bæ, þó svo hér sé ný lokið 16.000 manna úti hátíð. Bréfið má lesa nánar í frétt.
Langar bara að láta ykkur vita (líklega bæjarstjórn) að bærinn ykkar er áreiðanlega einn snyrtilegasti bær á landinu.
Vorum þar í þessari viku milli ferða Herjólfs, og var okkur ekið um bæinn af vini okkar í Eyjum og virtust okkur öllhús og lóðir fádæma vel útlítandi, hvergi sást rusl eins og í Reykjavík, allt tandurhreint og fallegt, enda Eyjarnar ótrúlega fallegar. Hef nokkrum sinnum ferðast þarna áður og alltaf hrifist af, en aldrei eins og núna.Til hamingju og þakkir fyrir glæsilega móttöku,
 
 
Edda og samferðamenn.
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.