Tímamót í Eyjum

Bragi hættir á fluginu eftir tæp 40 ár

4.Ágúst'10 | 00:53
Það eru tímamót í flugsögu Vestmannaeyja í dag en það er síðasti dagurinn, sem Flugfélag Íslands sinnir áætlunarflugi til Eyja, að minnsta kosti í bili. Þá hætti Bragi Ingiberg Ólafsson störfum í dag eftir tæplega 40 ára ára starf sem umdæmisstjóri hjá Flugfélagi Íslands.
Kveðjuhóf fyrir Braga var haldið í Flugstöðinni í Eyjum í dag og komu margir fyrrverandi starfsmenn félagsins í Eyjum þangað auk forsvarsmanna Flugfélags Íslands og starfsmanna flugmálayfirvalda.
 
Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, afhenti Braga viðurkenningu, flugstjórahúfu með áletruðum gullskildi.
 
www.mbl.is greindi frá.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.