Flugfélagið Ernir lent í Vestmannaeyjum

4.Ágúst'10 | 18:20
Flugfélagið Ernir lenti í dag í sínu fyrsta áætlunarferð til Vestmannaeyja. Vélin lenti um klukkan 17.00 og voru um borð fyrstu farþegar í áætlunarflugi til Eyja ásamt Herði Guðmundsyni og hans fólki hjá flugfélaginu Ernir. Haldin var móttaka þar sem Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja, Hörður Guðmundsson og Bragi Ólafsson sögðu nokkur orð í tilefni dagsins, en Bragi er hætti í gær á fluginu eftir rúm 40 ára hjá Flugfélagi Íslands og forverum þess.
Hörður Guðmundsson eigandi Ernis segist vera spenntur að þjóna Vestmannaeyingum um ókomna tíð og lofaði því að félagið myndi standa sig í flugsamgöngum milli lands og eyja. Sagði hann á léttu nótunum að fyrstu kynnin sín við Vestmannaeyjar væru þær þegar hann fór í Herjólf í "gamla" daga og hefði komið til að spranga, en nú ætli hann að spranga Eyjamönnum á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja
 
Fyrir hönd bæjarbúa bauð Elliði flugfélagið sérstaklega velkomið sem viðbót við samgöngur Vestmannaeyja.
 
Þeir Hlynur Ólafsson, Óskar Elías Sigurðsson og Hannes Kristinn Sigurðsson sem verður umboðsmaður munu starfa hjá flugfélaginu Erni í Vestmannaeyjum.
 
 

 
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).