Gagnrýna bókunarreglur Herjólfs

3.Ágúst'10 | 17:23
Formaður þjóðhátíðarnefndar Vestmannaeyja gagnrýnir nýjar bókunarreglur Herjólfs um að farþegar þurfi ekki að gefa upp kennitölur. Hann segir að það geri nefndinni erfiðara fyrir að geta ekki lengur fylgst með aldri hátíðargesta.
Herjólfur hefur flutt rúmlega 500 farþega í hverri ferð á þriggja klukkustunda fresti frá því í gærmorgun. Páll Scheving Ingvarsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir tilkomu Landeyjahafnar auðvelda mjög flutning þjóðhátíðargesta frá Eyjum. Hann gagnrýnir það hins vegar að vegna stytrri siglingar þurfi farþegar ekki lengur að gefa upp kennitölur við bókun ferða.
 
„Að sjálfsögðu hafði þjóðhátíðarnefnd ekki aðgang að farþegaskrám en sýslumannsembættið og lögreglan gat komist í það og gefið okkur upplýsingar um aldurssamsetningu farþega,“ sagði Páll í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.
 
Líkamsárásarmál voru tólf á móti þremur á hátíðinni í fyrra. Páll segir fjölda árásar- og fíkniefnamála ekki gefa rétt mynd af þjóðhátíðinni nú. Hann bendir á að öflugra eftirlit með fíkniefnum leiði af sér fleiri mál.
 
Páll segir að 16.000 manns hafi verið á þjóðhátíðinni. Í sjónvarpsfréttum RÚV á sunnudagskvöld sagði hann að það kæmi til greina að takmarka fjölda gesta á næsta ári. Hann segist viðurkenna fúslega að það hefði orðið erfitt verkefni að takast á við óveður yfir helgina með þann fjölda gesta sem var á hátíðinni. Hann segist ekki telja að það hefði orðið óviðráðanlegt en það hefði kostað gríðarlega vinnu og því þakkar hann veðurguðunum fyrir hjálpina um helgina.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.