Eftir fyrsta dag Þjóðhátíðar 2010

Myndir af gærkvöldinu með frétt

31.Júlí'10 | 17:35
Stöðugur straumur gesta hefur verið síðasta sólarhringinn til Eyja og áætlar lögregla nú að fjöldi gesta sé kominn í 15 þúsund og enn eru margir væntanlegir í dag, kvöld og á morgun.
Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum síðustu nótt, en ekki komu upp nein meiriháttar óhöpp. Ein líkamsárás var kærð en þar var um að ræða að 17 ára ungmenni sem sló jafnaldra sinn. Fjöldi fíkniefnamál voru ellefu og er nú heildarfjöldi fíkniefnamála orðinn 20 frá því á fimmtudag. Stærsta fíkniefnamálið kom upp í gærkvöldi þar sem fundust 44 grömm af amfetamíni á einum aðila og telur lögregla að þau hafi verið ætluð til sölu á hátíðinni. Fjórir gistu fangageymslur í nótt og einn þeirra fyrir að brjótast inn í verslunina Pennann við Bárustíg.
 
Öflug gæsla er á hátíðarsvæðinu og eru um 120 manns sem sinna gæslustörfum á álagstímum. Þá eru 16 lögreglumenn á vakt og 11 lögreglumenn með þrjá hunda sem sinna fíkniefnaeftirliti.
 
Í dag komu lögreglustjórarnir á Suðurlandi til Eyja til þess að kynna sér löggæslu á þjóðhátíð og fóru þeir Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi og Þorgrímur Óli Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um hátíðarsvæðið í fylgd Karls Gauta Hjaltasonar, lögreglustjórans í Vestmannaeyjum og hans manna.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.