ÍBV efst yfir Þjóðhátíð líkt og 1998 þegar það varð meistari

29.Júlí'10 | 13:47
Það verður Þjóðhátíð í Eyjum um helgina líkt og allar Verslunarmannahelgar frá því á síðustu öld. ÍBV er á toppnum í Pepsi-deildinni, sem það var líka árið 1998 þegar það varð síðast Íslandsmeistari.
 
Eyjamenn lögðu mikla áherslu á að vera efstir yfir Þjóðhátíðina sína í ár. Það tókst, þeir hafa þriggja stiga forystu á Blika eftir þrettán umferðir.
ÍBV varð meistari árið 1998 eftir stórskemmtilegan endasprett. Liðið tapaði fyrir ÍA í síðustu umferð fyrir Þjóðhátíð í lok júlí en hafði 22 stig, líkt og Skagamenn, eftir umferðina. Bæði höfðu fjögurra stiga forystu á KR.
 
KR tókst aðeins einu sinni að hafa toppsætið af ÍBV eftir Þjóðhátíðina, eftir sextándu umferðina um miðjan september.
 
ÍBV vann svo Leiftur á meðan KR tapaði fyrir Keflavík og í átjándu og síðustu umferðinni vann ÍBV svo KR, 2-0 í Frostaskjólinu þar sem liðið tryggði sér titilinn. Liðið sigldi svo heim með Herjólfi og öðrum í Þjóðhátíð var slegið upp í Herjólfsdal við heimkomuna.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is