Eyjamenn hvíli einkabílana

29.Júlí'10 | 20:27
Eyjamenn eru hvattir til að nota bíla sína sem minnst yfir þjóðhátíðina. Gamall knattspyrnuvöllur verður nýttur sem bílastæði um helgina. Búið er að merkja um 1.700 bílastæði víða um bæinn vegna þjóðhátíðar.
Undafarna daga hafa gestir þjóðhátíðar verið að týnast til Vestmannaeyja. Fólksflutningarnir ná hámarki í dag og á morgun. Lágskýjað veður og smá þoka hafa ekki tafið flug í dag en átta ferðir eru á áætlun Flugfélags Íslands. Herjólfur fer jafn margar ferðir í dag milli lands og eyja. Flugfélag Íslands flýgur þrettán ferðir á morgun og þá siglir Herjólfur sjö ferðir.
 
Eitthvað hefur verið um að fólk hafi þurft að skilja bíla sína eftir í Landeyjahöfn vegna yfirbókana. Bílarnir hafa þá verið sendir með seinni ferð samdægurs. Vegna mikillar eftirspurnar var farin aukaferð með bíla í gærkvöldi.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.