Hvernig á að haga sér á Þjóðhátíð í Eyjum

Úr bókinni Mannasiðir eftir Egill "þykka" Einarsson

28.Júlí'10 | 13:18
Nú styttist í Þjóðhátíð. Ég veit að það eru margir þarna úti sem eru að fara í fyrsta skipti og vita ekkert hvað þeir eru að fara út í. Og þar sem mér þykir vænt um samlanda mína þá tel ég bráðnauðsynlegt að birta hér kafla úr öndvegis ritverki mínu Mannasiðir, en þar fer ég ýtarlega í það hvernig undirbúningi skal háttað fyrir Þjóðhátíð í Eyjum.
Þykki hefur farið 38 sinnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Ég hef farið svo oft að ég þekki allar götur í Eyjum, þekki alla starfsmenn allra búða með nafni og er með símanúmerin hjá öllum gæjunum sem keyra bekkjabílana. Þykki hefur lyft sér upp útum allan heim: Í Brasilíu, New York, Vegas, Atlantic City, Köben, Osló, Benidorm, Portúgal, Ibiza ... bara nefna það. Hef partýjað mig í gang allsstaðar. En ég er ekki að ljúga neinu þegar ég segi að Þjóðhátíð í Eyjum er topp 3 skemmtilegasti staðurinn til að keyra þetta vel upp.
 
Ég ætla því að miðla af reynslu minni: Hvað er mikilvægt að vita og hafa á færi sínu þegar þú ætlar að skella þér á Þjóðhátíð? Fyrir það fyrsta: Reyndu alltaf að plögga gistingu einhversstaðar. Ef þú getur plöggað heimahús gerðu það. Hringdu á öll hótel og athugaðu hvort sé laust með að lágmarki 7-8 mánaða fyrirvara. Jú, það getur verið rosa gaman að vera í tjaldi en þá bara í einn dag. Þrír til fjórir dagar í tjaldi er verulega þreytt. Þá þarftu líka að fara í sturtu í sundlauginni og hægja þér á kömrunum. Þú vilt ekki rúlla þannig.
 
Ég var í tjaldi á Þjóðhátíð 2002 þegar fellibylurinn Sigurjón reið yfir. Það var mjög sorglegt því ég horfði upp á menn hirða kellingar úr dalnum hægri vinstri bara því þeir voru með herbergi einhversstaðar og heita sæng. Að vera með herbergi eða gistingu innandyra árið 2002 var meira virði en fjórar þverhandarþykkar gullstangir. Ég sá 170 kílóa rauðhærðan bólugrafinn Liverpool aðdáanda kippa þremur kellingum með sér því hann var með hótelherbergi í bænum. Það skipti engu máli þó þú værir með strimlalagað miðsvæði og með allra fegurstu mönnum – ef þú varst í tjaldi varstu ekki að fara að lima. Nema þá ef þú fannst dömu sem átti ekki tjald lengur því það fauk yfir fjallið og út á sjó. Sumir félagar mínir voru heppnir og duttu niður á þannig prinsessur.
 
Ef þú nærð ekki að plögga gistingu innandyra þá er næstbesti kosturinn að fá að tjalda í garðinum hjá einhverjum. Ef það klikkar, feck it, þá tjaldarðu í dalnum. Það jákvæða við að vera í dalnum er að þá hittirðu kellingar sem eru að sippa í sig um miðjan daginn. Þær gætu vafrað framhjá tjaldinu í einhverju rugli, séð þig og endað á að hamra kallinn. Það neikvæða er að það er 90 prósent líkur á að glæpamenn steli úr tjaldinu þínu. Ef þú þarft að gista í tjaldi mæli ég með því að panta tímanlega í Herjólf og taka bíl með. Geyma þá verðmæti og áfengi í bílnum og vera bara með það dót í tjaldinu sem þér er skítsama um.
 
Ef þú ert mjög horny þá mætirðu á fimmtudegi og nærð húkkaraballinu. Það ball stendur nefnilega undir nafni. Á föstudeginum er brennan aðalmálið. Alltaf mikil stemning þegar hún er. Það getur verið gaman að stríða gæslumönnunum og þykjast vera geðsjúklingur sem ætlar að hlaupa inn í brennuna. Þá ertu tæklaður og laminn en það er bara hressandi. Þetta flokkast hins vegar sem helber dónaskapur og ég get því miður ekki mælt með slíkum uppátækjum.
 
Fylgihlutir eru mjög mikilvægir í Eyjum. Í Eyjum ’89 tók ég með mér forláta hjólastól sem ég kallaði Þorleif og hann var með mér hvert sem ég fór. Í honum gat ég geymt kassa af bjór fyrir félagana og rölt með hann útum allt í rólegheitunum. En ef þú tekur hjólastól með þér hafðu þá kvittun fyrir honum með því gæslugæjarnir halda strax að þú hafir stolið honum. Þegar ég var með Þorleif á sínum tíma komu átta gæslumenn að mér, tóku Þorleif og hringdu svo útum alla Eyju til að athuga hvort hjólastól hefði verið stolið. Þykki stelur að sjálfsögðu ekki, ég keypti þennan hjólastól en ég var ekki með kvittun og því gat ég ekki sannað að ég ætti hann. Þorleifur var tekinn af mér og ég sá hann aldrei aftur. Ég tárast alltaf þegar ég hugsa um Þorleif enda þótti mér mjög vænt um hann.
 
Ég mæli með því að menn skrifi símanúmerið með stórum stöfum aftan á jakkana sína eða peysurnar. Þá geta kellingar sem sjá þig seivað númerið og sms-að þig seinna. Vertu líka með nafnspjöld og láttu allar hágæða prinsessur fá þau. Þegar kellingar hellast vel upp fara þær að smassa þig og þá þarft þú að standa þig í stykkinu.
 
Passaðu alltaf vel uppá drykkjuna í Eyjum. Þú vilt vera edrú eða í léttu glasi en alls ekki hauslaus.
Veistu hvað gerist ef þú deyrð áfengisdauða niðri í Dal? Þú færð undantekningarlaust eitt og annað í rassinn á þér: Tjaldsúlu, tjaldhæl, kókflösku eða slökkviliðstæki. ALLS EKKI drepast! Það er ekkert sérstaklega þægilegt að vakna og vera með slökkviliðstæki í rassinum. Það er lífsreynsla sem þú vilt bara ekkert hjóla í.
 
Gæludýr eru mjög sniðug í Eyjum. Það er hellingur af kanínum á golfvellinum og rollum í brekkunni. Ef þú nærð kanínu eða rollu þá er hún þín. Þá skírirðu hana einhverju krúttlegu nafni og setur hana í band og ferð með hana útum allt. Þá koma dömurnar: „Æ hvað þetta er mikil dúlla, má ég klappa henni?“ Áður en þú veist af eru dömurnar farnar að klappa pungnum á þér!“
 
Skemmtið ykkur vel og sjáumst í dalnum!
 
Kv, Þykki
 

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.