Fimmtudagsþruman frá Tryggva Hjaltasyni

Hagkerfi Vestmannaeyja sjóðheitt

28.Júlí'10 | 18:46
Stanslaust stuð
 
Ég hef eins og aðrir vestmannaeyingar undanfarna daga lent í hringiðu óðra ferðamanna og mikillar innspýtingar í Vestmanneyskt hagkerfi sem hófst um leið og Herjólfur byrjaði að sigla í Bakkafjöru. Ég hef verið að taka púlsinn á fólki og að undanskildum bróður mínum þá áttaði fólk sig ekki alveg á því hversu hrikaleg umferð yrði frá innlendum ferðamönnum.
Vissulega má vera að þetta sé einskonar tískufyrirbrigði núna og má reikna með að ákveðið „nýjabrum“ sé að skila inn x fjölda. Hinsvegar er staðreyndin sú að síðan að siglingar hófust frá Landeyjarhöfn þá hefur nær hver einasta ferð með herjólfi verið með fullt bílaþilfar og allir veitingar og þjónustustaðir bæjarins hafa verið vel fylltir. Tökum dæmi: í gær fór ég og konan mín fagra og ætluðum að fá okkur að borða eftir vinnu og kíktum niður á einn af nýju stöðunum í bænum. Þar var okkur sagt að ekki væri hægt að fá borð fyrr en eftir 1-2 klst. Þá fórum við á einn af eldri stöðunum og þar var líka allt troðfullt þó hægt væri að troða okkur að, enda bara tvær manneskjur á ferð. Afgreiðslustúlkan sagði okkur að síðan að siglingar hófust hafi verið stanslaust að gera allan daginn, alla daga. Þá finn ég sjálfur fyrir þessu verandi rútubílstjóri. Að keyra rútu á daginn í Vestmannaeyjum síðan að siglingar hófust er um helmingi erfiðara vegna umferðarþunga, tala nú ekki um þegar farið er upp á Stórhöfða eða upp í „hollywood“ hjá eldfellinu. Á miðvikudaginn fór ég svo með móður minni í Krónuna og ákváðum við að mæta 15 mínútum fyrir opnun til að tryggja okkur gott bílastæði, en þegar við komum var bara hægt að leggja að baka til og röð hafði myndast út á götu. Ég hef sjaldan skemmt mér eins vel við að fara í krónuna og var eins konar stríðsfílingur í gangi þar sem fólk fór á taugum að brauðið væri ekki komið og ég sá votta fyrir miklu stressi hjá húsmæðrum bæjarins.
 
 
Það er því skýrt að tilkoma Landeyjarhafnar og siglingar þar á milli hafa verið og koma til með að verða gríðarleg innspýting fyrir hagkerfi Vestmannaeyja og enn og aftur skera Vestmannaeyjar sig úr öðrum stöðum á landinu með athafnasemi, bjartsýni, hagskilyrði og snilld. Ég kann alveg ótrúlega vel að meta það að búa á þessum einstaka stað og ég er ekkert hissa að samlandar okkar séu spenntir að koma hingað þegar það er orðin svona lítil fyrirhöfn.
 
 
Fimmtudagsþruman óskar Vestmannaeyingum til hamingju með bættar samgöngur og óskar öllum gleðilegrar þjóðhátíðar með þeim fyrirvara að hún verði ekki of gleðileg og að það taki um 6 mánuði að lappa upp á fjölskylduböndin eftir hátíðina vegna of mikillar gleði þessa fyrstu helgi ágústmánaðar. Já og svo er máfurinn vondi kallinn. Við sáum máf fara inn í lundaholu um daginn og taka lundapysju þaðan út.
 
Lifi Vestmannaeyjar, ekki máfurinn.
 
 
 
Kappakveðja
 
Tryggvi
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%