Samfélagsverkefni þjóðhátíðarnefndar og fjölmiðla í Eyjum:

Tjöldum saman á miðvikudaginn klukkan 18

Virðum rétt sjálfboðaliða til tjaldstæða

27.Júlí'10 | 00:16

þjóðhátíð dalurinn tjöldun

Þjóðhátíðarnefnd hefur ákveðið að tjöldun hvítra hústjalda í Herjólfsdal verði leyfð á miðvikudaginn klukkan 18, degi fyrr en vanalega. Er þetta liður í samfélagsverkefni nefndarinnar og fjölmiðla í Vestmannaeyjum með það að markmiði að færa tjöldunina í betra horf. Er sérstaklega horft til þess að varðveita þá áralöngu hefð sem hefur skapast fyrir því að sjálfboðaliðar sem vinna að undirbúningi hátíðarinnar fái tækifæri til að velja sér fyrstir tjaldstæði.
Undanfarin ár þegar tjöldunin hefur verið auglýst á fimmtudegi hefur hún yfirleitt farið úr böndunum þegar menn hafa farið af stað á miðvikudegi. Málið var til umræðu á Gufunni, þjóðhátíðarútvarpi Vestmannaeyja, í gærmorgun þar sem Páll Scheving Ingvarsson, þjóðhátíðarnefndarmaður sat fyrir svörum.
 
 
Upp kom sú hugmynd að leyfa tjöldun á miðvikudegi þar sem reynslan hefur sýnt að menn kunni vel við að nota það kvöld til verksins. Um leið mætti höfða til samvisku Eyjamanna um að virða rétt starfsmanna til að velja sér stæði fyrstir. Rætt var um að heimamenn ættu að geta virt þessi tímamörk þar sem allt annað við hátíðina er í mjög föstum skorðum.
 
 
Páll Scheving tók vel í hugmyndina og hló dátt að sérstakri kynningarstiklu sem Gufumenn hafa framleitt þar sem málið er sett í skoplegan búning. Kynningarstikluna er hægt að sjá hér:
 
 
 
Að loknum fundi þjóðhátíðarnefndar í gærkvöldi var ákveðið að gera þá tilraun að leyfa tjöldun á miðvikudegi. Athöfnin mun hefjast með formlegum hætti klukkan 18, en leynd hvílir enn yfir því hvernig það verður gert.
 
 
Til marks um samstöðu Eyjamanna í þessu sambandi munu vefmiðlarnir í Vestmannaeyjum, eyjafrettir.is og eyjar.net, einnig taka þátt í samfélagsverkefninu Tjöldum saman með Gufunni og þjóðhátíðarnefnd. Nánar verður rætt um málið í útsendingu Gufunnar í dag, þriðjudag, og þar verður einnig fylgst með sjálfri tjölduninni á morgun.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.