Ferðalangar streyma til Eyja

27.Júlí'10 | 11:37
Ferðamönnum til Vestmannaeyja hefur snarfjölgað eftir að Landeyjahöfn var tekin í notkun fyrir viku síðan. Að sögn Guðmundar Pedersen, rekstrarstjóra Herjólfs, lætur nærri að fjöldi farþega hafi þrefaldast miðað við sama tíma í fyrra.
Herjólfur er nú innan við þrjá stundarfjórðunga að sigla frá Landeyjahöfn til Eyja og fer fjórar til fimm ferðir á dag. „Það hefur verið veruleg aukning þessa fyrstu daga," segir Guðmundur. „Það er hellingur af farþegum, upp undir 400 í ferð, og bílarýmið, sem tekur 50 til 60 bíla, er nánast alltaf fullt."
 
Veitingamenn hafa líka orðið varir við aukinn straum ferðamanna til Eyja. Hólmgeir Austfjörð er eigandi 900 Grill, sem var opnað í byrjun júní. „Það hefur verið nóg að gera hjá okkur í allt sumar, en það er ekki saman að líkja eftir að Landeyjahöfn var tekin í notkun," segir hann. „Helsti munurinn er sá að áður var fyrst og fremst annríki á kvöldin en nú er staðurinn þéttsetinn allan daginn. Við höfum fengið að lágmarki 100 gesti á dag," segir Hólmgeir, sem finnst líklegt að það sama sé upp á teningnum á öðrum veitinga- og kaffihúsum í bænum.
 
Þá hefur ásókn í golfvöll bæjarins aukist á undanfarinni viku. „Við urðum vör við það strax fyrsta daginn þegar siglt var frá Landeyjahöfn," segir María Sigurbjörnsdóttir, starfsmaður hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja. „Við finnum líka fyrir miklum áhuga; það hafa margir hringt og spurst fyrir um vallartíma. Við eigum því von á að það verði enn meira að gera í ágúst, þegar þjóðhátíð er yfirstaðin."
 
Það eru ekki aðeins túristar sem sækja Vestmannaeyjar heim. Einnig hefur borið á því að fólk af meginlandinu geri sér ferð til að sækja þar þjónustu.
 
„Það hefur verið mikið að gera hjá okkur undanfarna viku," segir Sædís Eva Birgisdóttir. starfsmaður í versluninni Geisla. „Bæði eru þetta ferðalangar sem líta inn hjá okkur en líka fólk sem kemur hingað gagngert til að versla eða eftir annarri þjónustu. Það hefur eiginlega verið allt annar bæjarbragur undanfarna viku og hreint dásamlegt."

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).