Vitaljós – Þjóðhátíðarlag VKB 2010

5 stjörnu söngur og myndband í boði VKB

26.Júlí'10 | 16:03
Í dag var frumflutt á Gufunni FM 104.7 þjóðhátíðarlag bræðrafélagsins Vinir Ketils Bónda en strákarnir í VKB skelltu sér í stúdeó í sumar og tóku upp sinn fagra söng við lagið Hjálpum þeim en textan við Vitaljósið samdi séra Kristján Björnsson.
Greinilegt er á öllu að meðlimir VKB slaka ekki á klónni þegar kemur að þjóðhátíð en félagið hefur undanfarin ár borið ábyrgð á hinum glæsilega Vita í Herjólfsdal ásamt því að gefa út hið árlega Þroskahefti. Nú slá þeir öll með og senda frá sér Vitaljós og er greinilegt að það er ekkert sem stoppar þessa frábæru bræður.
 
Augljóst er að innan VKB er vart þverfótandi fyrir stórsöngvurum og snillingum og því var orðið löngu tímabært að bræðurnir leyfðu umheiminum að njóta þeirra miklu hæifleika sem búa í bræðrunum og hafa hingað til helst fengið að skína í villtum gítarpartýum félagsins.

Afraksturinn má sjá hér að neðan og nú verður spennandi að sjá hvort að lagið nái ekki að slá við vinsældum Lífið er yndislegt og Ég veit þú kemur á komandi árum.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.