Fleiri lögreglumenn og læknar á þjóðhátíð

24.Júlí'10 | 21:48
Bæði löggæsla og heilsugæsla verða aukin í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina vegna mikilla bókanna á þjóðhátíð. Herjólfur mun flytja nær tvöfalt fleiri farþega á hátíðina en í fyrra. Flutningsgeta Herjólfs er mun meiri eftir tilkomu Landeyjahafnar.
Nú hafa rúmlega 9.000 manns bókað með skipinu til Eyja frá næstkomandi mánudegi til sunnudags verslunarmannahelgarinnar. Það eru ríflega 4.000 fleiri en ferjan flutti á þjóðhátíð í fyrra. Flugfélag Íslands hefur slegið eigið met og eru ferðirnir frá Eyjum á mánudeginum eftir hátíðina orðnar 30, þremur fleiri en á síðasta ári. Framkvæmdastjóri Mýflugs segir bókanir streyma inn en félagið hefur sinnt farþegaflugi frá Bakka síðustu daga í samstarfi við Norlandair.
 
Karl Gauti Hjaltason sýslumaður í Vestmannaeyjum segir að staðan verði endanlega metin eftir helgi en gert sé ráð fyrir að minnsta kosti einum til tveimur lögreglumönnum til viðbótar í ár. Lögregluliðið í Vestmannaeyjum telur tíu menn. Yfir þjóðhátíðina bætast 18 lögreglumenn við, þeirra á meðal þrír sérsveitarmenn og fimm menn sem eingöngu sinna fíkniefnaeftirliti. Mest er álagið á nóttunni og þá eru um 20 lögreglumenn á vakt.
 
Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, segist gera ráð fyrir að hámarki 18.000 manns í Eyjum vegna þjóðhátíðar. Fjölgað verður um einn lækni og verða þeir sex í stað fimm í fyrra. Gunnar segir að heilt yfir verði heilbrigðisstarfsfólki fjölgað um 15 yfir sjálfa verslunarmannahelgina, viðbótin nemi tveimur til þremur einstaklingum á hverja vakt.
 
Gæsla þjóðhátíðarnefndar á hátíðarsvæðinu samanstendur af sjálfboðaliðum og fagfólki. Þeirra á meðal eru sjúkraflutnings-, lögreglu- og slökkviliðsmenn. Fjölgað verður um 20 í hópi fagfólksins, sem mun þá telja 70 manns.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is