Sjúkraflugvél verður í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina

23.Júlí'10 | 13:36
Tryggt hefur verið að sjúkraflugvél verður staðsett í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Heilbrigðisráðherra fól nýlega Sjúkratryggingum Íslands að semja við Mýflug hf. um þetta, en kostnaðarauki vegna þessa er 725 þúsund krónur.
„Eðlilegt er að fullt viðbúnaðarstig sé í Vestmannaeyjum þessa helgi, þegar íbúafjöldi margfaldast. Ákvörðunin er tekin í samræmi við mat á aðstæðum,” segir Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra. Á dögunum bötnuðu samgöngur við Vestmannaeyjar með opnun Landeyjahafnar sem gæti haft í för með sér aukinn gestafjölda í Eyjum um verslunarmannahelgina.
 
Samkomulagið við Mýflug hf. felur í sér að frá hádegi föstudaginn 30. júlí til miðnættis mánudaginn 2. ágúst verður Chieftainvél Mýflugs staðsett í Vestmannaeyjum til sjúkraflutninga. Miðað er við það að Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja beri ábyrgð á og útvegi sjúkraflutningamenn eða aðra heilbrigðisstarfsmenn ef þörf krefur, til sjúkraflutninga með Chieftainvélinni meðan vélin verður staðsett í Vestmannaeyjum.
 
Mýflug hefur annast sjúkraflug á Vestmannaeyjasvæði frá Akureyri í kjölfar þess að Flugfélag Vestmannaeyja, sem áður hafði um skeið sinnt fluginu, missti flugrekstrarleyfi sitt.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is