Hægt að heita á Ægir í Reykjavíkur maraþoni Íslandsbanka

22.Júlí'10 | 00:18

Íþróttafélagið Ægir

Hið árlega Reykjavíkur maraþon Íslandsbanka fer fram þann 21. ágúst. Síðstu ár hafa margir Vestmannaeyingar tekið þátt í hlaupinu og núna í ár geta hlauparar og aðrir heitið á Íþróttafélagið Ægir Vestmannaeyjum. Eyjar.net hvetur hlaupara og Eyjamenn að heita á félagið. Hægt er að heita á hérna, á vefsíðunni www.hlaupastyrkur.is.
Ægir, íþróttafélag fatlaðra
 
Þann 12. desember árið 1988 var Íþróttafélagið Ægir stofnað. Ægir, er íþróttafélag fyrir fólk með fötlun. Markmið félagsins er að sjá til þess að einstaklingar með fötlun geti stundað íþróttir sem þeim hentar og gefa þeim færi á að keppa í. Íþróttafélagið Ægir heldur úti tveimur æfingum á viku fyrir eldri hópinn í Boccia þar sem einstaklingar á aldrinum 15 – 40 ára æfa gagngert fyrir þau mót sem við tökum þátt í, ásamt því að stuðla að þjálfun fínhreyfinga. Jafnframt erum við með boccia fyrir yngri einstaklinga þar sem við erum með æfingu einu sinni í viku. Sundfólkið okkar æfir einnig einu sinni í viku og er sú starfsemi enn í uppbyggingu. Stefnt er á að vera með leiksund fyrir yngri einstaklinga félagsins í haust. Þá mun félagið formlega hefja samstarf við reynda leikhússkvísu héðan frá eyjum. Þetta verður líka í haust og þá markmiðið að sjá um að örva sköpunarhliðina. Hægt er að fylgjast með félaginu og fá nánari upplýsingar á heimasíðunni, http://ifaegir.123.is/ og svo er hægt að finna félagið á facebook undir heitinu; Ægir, íþróttafélag fatlaðra.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.