Viðtal við Rasmus Christiansen sem nýverið skrifaði undir hjá ÍBV

20.Júlí'10 | 12:13
Rasmus Christiansen er nýjasti leikmaður ÍBV. Hann kom á láni frá danska 1. deildarliðinu Lyngby. Nú hafa ÍBV og Lyngby komist að samkomulagi um að leikmaðurinn komi til ÍBV á frjálsri sölu og skrifaði Rasmus undir samning út keppnistímabilið 2011. Rasmus er virkilega viðkunnalegur strákur og hefur smollið vel inn í hópinn. Allir strákarnir í liðinu elska manninn enda alltaf gott að hafa smá danskt blóð í þessu í bland. Við skutum nokkrum vel völdum spurningum á Rasmus.
Af hverju komst þú að spila fyrir ÍBV? Ég vissi ekkert um klúbbinn áður en ég kom, ég vildi bara spila leiki. En eftir að ég var búinn að spila hér, líkaði mér andrúmsloftið í Eyjum og hjá félaginu. Mig langaði að vera þátttakandi í þessu og eiga möguleika á að ná lengra.
 
Hvernig hefur verið að dveljast í Vestmannaeyjum? Frekar þægilegt, því að fólki líkar vel við dani, og bærinn er af svipaðri stærðargráðu og bærinn sem ég bý í. Því hefur reynst auðvelt að aðlagast öllu.
Eitthvað sem hefur komið á óvart? Það kom mér á óvart hvað liðið var gott, og þó að bærinn sé lítill þá kemur samt fullt af áhorfendum, það kom verulega á óvart.

Hvernig er Íslenski boltin samanborin við þann danska? Mjög svipaður og er í dösnku fyrstu deildinni (næstefstu deild) , leikirnir eru kannski aðeins hraðari og meira um líkamlega átök, en fótboltinn er betri í danmörku, betri sendingar og tæknilega betri fótbolti.
 
Var hann sterkari en þú bjóst við? Nei mjög svipuð og ég bjóst við, en ÍBV liðið var betri en ég bjóst við.
 
Hvað þurfa Íslenskir leikmenn helst að bæta? Já Íslenskir leikmenn mættu vera aðeins klókari á boltanum, ekki vera ALLTAF að leita að úrslitasendingunni.

Hvernig er umgjörðin í kringum boltan samanborið við úti? Fókus fjölmiðla virðist vera mjög svipaður og í úrvalsdeildinni í Danmörku, andrúmsloftið á leikjum er oft betra en í Danmörku þar sem fólkið nær oft upp mikilli stemmningu hér þó að áhorfendur séu ekki í þúsundatali, það kemur stundum á óvart og er frábært.
 
Hver er klikkaðastur í liðinu? Ásgeir (mjög fljótur að svara).

Mundir þú ráðleggja öðrum strákum á þínum aldri að koma að spila á Íslandi? Ég get bara mælt með Vestmannaeyjum þar sem ég hef bara spilað hér, en já ég mundi gera það.

Einhver ráð til ungra stráka sem vilja gerast atvinnumenn í Danmörku? Hafa gaman af því að spila fótbolta, fyrst og fremst þarf þetta að vera gaman. Leggja sig alltaf 100% fram á hverri æfingu og gera allt sem þú getur gert í hvert skipti. Borða mikið af hafragraut og rúgbrauð.
 
Viðtalið birtist í síðustu leikmannaskrá ÍBV fyrir leik ÍBV og Fram.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.