Jómfrúarferð Herjólfs í Landeyjarhöfn tók 35 mínútur

Myndaalbúm með frétt

20.Júlí'10 | 17:25
Herjólfur lagði af stað frá Vestmannaeyjum klukkan 16:00 og lagðist hann að bryggju í Landeyjarhöfn
klukkan 16:35. Nokkur fjöldi Vestmannaeyinga fór með Herjólfi upp í Landeyjarhöfn. Fjöldi fólks var mættur í Landeyjarhöfn og klöppuðu þegar Vestmannaeyingar löbbuðu í land.
Í Landeyjarhöfn var boðið upp á hátíðarathöfn þar sem Lúðrasveit Vestmannaeyja spilaði fyrir gesti. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði í ávarpi við athöfnina, sem hann flutti eftir að hann steig í Landeyjarhöfn, að sér liði eins og Neal Armstrong þegar hann steig fyrstur manna á tunglið. „Skref mitt var svo sem ekki stórt en skrefið sem samfélag okkar Eyjamanna er nú að taka er gríðarlegt."
 
Landeyjarhöfn hefur nú verið vígð og hefur áætlunarsiglingu frá Vestmannaeyjum klukkan 07:30. En nú verður siglt fjórar ferðir á dag að lágmarki en áður voru ferðirnar tvær frá Þorlákshöfn.
 
Myndir úr ferðinni og athöfnun má sjá hérna.
 
 
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.