Tókst ekki að synda til Vestmannaeyja

Gerir betur næst

18.Júlí'10 | 19:12
Sundkappanum Benedikt Lafleur tókst ekki að synda til Vestmannaeyja í dag. Ástæðuna segir hann vera kaldari strauma en hann hafi búist við auk þess sem hann sé ekki nægilega staðkunnugur.
Benedikt lagðist til sunds í Bakkafjöru og var áætlaður sundtími 5 til 6 klukkutímar. Í samtali við blaðamann sagðist hann ekki nægilega staðkunnugur á þessum slóðum. Bakkafjara hafi einfaldlega ekki verið heppilegur staður til að hefja sundið. Kalt jökulvatn sem renni úr Markarfljóti í gegnum sundleiðina hafi gert honum erfitt fyrir.
 
„Allt leit vel út í byrjun. Logn og gott veður en svo fór að blása á móti mér kaldur vindur“.
 
„Ég ætla að gera þetta öðruvísi næst,“ segir Benedikt sem er harðákveðinn að reyna aftur.
 
Þess má geta að enginn hefur synt frá landi til eyja þótt oft hafi verið synt frá eyjum til lands.
 
www.mbl.is greindi frá

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is