Höfnin verður af 18 milljóna kr. tekjum

18.Júlí'10 | 13:52

þorlákshöfn, Herjólfur

Höfnin í Þorlákshöfn verður af 18 milljóna króna tekjum árlega, þegar Herjólfur hættir að sigla þangað. Sigríður Lára Ásbergsdóttir, forseti bæjarstjórnar segir bæjaryfirvöld í Þorlákshöfn ekki vera ánægð með að Herjólfur sé að fara, þau vilji ekki að höfnin verði varahöfn fyrir Herjólf nema Vegagerðin greiði sérstaklega fyrir það.
Herjólfur mun fara sína síðustu ferð frá Þorlákshöfn á þriðjudaginn klukkan 12 og mun leggjast í fyrsta skipti að bryggju í Landeyjarhöfn klukkan hálf fimm eftir siglingu frá Vestmannaeyjum. Í nokkur ár hafa verið áætlanir um að koma upp stórskipahöfn í Þorlákshöfn fyrir ferjusiglingar. Það er enn á borði nýrrar bæjarstjórnar. Rætt hefur verið um að höfnin í Þorlákshöfn verði varahöfn fyrir Herjólf komist hann ekki í Landeyjarhöfn t.d. vegna veðurs.
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).