Viltu skipta á frystihúsasloppi, gúmmítúttum og snjógalla fyrir kvikmyndahlutverk?

16.Júlí'10 | 00:27
Búningahönnuður íslenskrar kvikmyndar, sem tökur eru að hefjast á, leitar ljósum logum að gömlum fatnaði. Úlpur, frystihúsasloppar, snjógallar og stígvél eru vel þegin. Kvikmyndahlutverk gætu verið í boði fyrir fólk sem kemur með mikið magn klæða.
 
 
Helga I. Stefánsdóttir, búningahönnuður kvikmyndarinnar Djúpið, sem fer bráðlega í tökur í meðal annars í Vestmannaeyjum, segir að aðstandendur myndarinnar séu að leita að gömlum fatnaði, frá árunum 1970 - 1985.
 
„Við erum að leita að fötum af venjulegu fólki og okkur vantar ansi mikið. Til dæmis starfsstéttatengdan fatnað, sjómannaklæðnað eða föt frystihúsakvenna. Fólk lumar oft á einhverju sem það hefur ekki hent og fyndist gaman að sjá uppi á stóra tjaldinu. Það eru ekki allar kynslóðir hendi-kynslóðirnar.˜

Helga segir að aðstandendur Djúpsins sækist eftir flíkum frá þessum tíma sem tilheyrðu ekki endilega ýktu hliðinni.
 
„Eins og allir vita var 9. áratugurinn herðapúðaáratugurinn en venjulegt fólk gekk ekkert í þannig fötum. Ef fólk á til dæmis gömlu úlpurnar sínar, frystihúsaslopp, snjógalla, stígvél eða gúmmískó.. allt sem tengist þessum tíma er vel þegið.˜
 
Helga segir að enn sé verið að leita að aukaleikurum í kvikmyndina. Hún grínast með það, að ef fólk komi með fullar hendur af fötum fyrir myndina, gæti það hreppt hlutverk í henni í staðinn.
 
„Það gæti haft þannig áhrif að fólk fari mjög mikið framfyrir í röðinni. Annars held ég nú að ekki mörgum verði hafnað. En það er alltaf mikil ánægja þegar fólk býður sig fram í aukaleikarastarf, því eins og við vitum er oft ansi mikil bið á tökustað en þó svo gaman að taka þátt og vera hluti af því ævintýri sem kvikmyndir eru.˜
 
Þeir sem luma á klæðnaði geta haft samband við Helgu í s. 896-0312. Leikstjóri Djúpsins er Baltasar Kormákur og framleiðandi hennar er Sögn ehf.
 
 
 
 
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.