Lundapysjan Heiðrún Inga fannst aðeins eins vikna gömul

Elliði og Eyja langvíuungar fá frítt fæði og húsnæð í Þekkingarsetri Vestmannaeyja

15.Júlí'10 | 14:13
Eins vikna gömul lundapysja hún Heiðrún Inga sem er skýrð í höfuðið á einni nýjustu frænku Vestmannaeyja. Pysjan fannst á vappi í Herjólfsdalnum og hefur vætanlega verið að bíða eftir Þjóðhátíð.
Heiðrún fékk félagskap þegar Þekkingarsetrinu barst tveir langvíuungar sem fundust við Elliðaey.
Langvíuungarnir fundist þegar fjölskylda Viðars Sigurjónssonar var í fjölskylduferð við Elliðaey og björguðu þau ungunum frá drukknun og færðu þekkingarsetrinu til umsjónar og verða þeir þar í fríu fæði og húsnæði þangað til þau eru tilbúinn að takast á við lífið. Ungarnir hafa fengið nafnið Elliði og Eyja.
 
Lundapysjan Heiðrún Inga og Langvíuungarnir Elliði og Eyja í góðum félagskap.
 
Þekkingarsetrið hefur borist þrjár sæsteinsugur frá því á laugardaginn, Jón Marvin færði Þ.V þá fyrstu á laugardaginn en það var svo áhöfnin á Vestmannaey sem fékk tvær um borð hjá sér og komu með á Þekkingarsetrið, en svo virðist sem þær sækjast mikið í þá stráka um borð í Vestmannaey. Aldrei hafa verið fleiri sæsteinsugur á safninu.
 
Blóðsugan sæsteinsuga

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is