Godthaab gerir það gott

15.Júlí'10 | 15:03

Godhaab í nöf

Mikið hefur verið um að vera hjá fiskvinnslufyrirtækinu Godthaab í Nöf í Vestmannaeyjum, en í dag er fyrsti vinnudagur í nýju húsnæði fyrirtækisins. Þar snýst allt um makríl þessa dagana. „Það er búið að vera líf og fjör í allt sumar,“ segir framkvæmdastjórinn Jón Ólafur Svansson.
„Við vorum að byggja 700 fermetra húsnæði undir uppsjávarvinnslu og erum að auka frystigetuna líka hjá okkur. Við erum að starta þessu í dag, þessari makrílvinnslu,“ segir Jón Ólafur í samtali við mbl.is. Fyrirtækið sé með þessu í stakk búið að taka móti aukinni vinnslu, bæði á sjávarfiski og bolfiski.
 
„Þetta eru 400 tonn sem við erum að vinna úr samhliða bolfisksvinnslunni,“ segir Jón Ólafur og bætir við tvö skip, Vestmannaey og Bergey, séu að landa aflanum hjá vinnslunni.
 
Spurður hvað sé gert við afurðirnar segir hann að makríllinn sé hausaður, slægður, heilfrystur og svo fluttur til Austur-Evrópu.
 
Fyrirtækið er einnig að prófa sig áfram að nýjar vörutegundir sem eru ætlaðar fyrir innanlandsmarkað, m.a. reyktan og grafinn ufsa. „Svo erum við með heilsusalat sem hakkaður harðfiskur er í. Það er verið að þreifa fyrir sér með svona vöruflokka innanlands. Þetta fer ágætlega af stað og það er vaxandi eftirspurn. Það er verið að auka fjölbreytnina“
 
Um 16 starfa nú hjá fiskvinnslufyrirtækinu frá morgni til kvölds við makrílvinnsluna að sögn Jóns Ólafs.
 
www.mbl.is sagði frá

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.