Engin nýliðun lunda í Eyjum

14.Júlí'10 | 19:13

Lundi

Þrátt fyrir að fleiri lundar verpi í Eyjum nú en í fyrra komast færri ungar á legg en nokkru sinni fyrr. Vegna fæðuskorts sinnir fuglinn ekki eggjunum. Fæðuskortur er einnig farinn að valda vandræðum hjá lunda við Ingólfshöfða.
Nýlega voru lundavörp víða um landið skoðuð með sama hætti og gert hefur verið í Eyjum um árabil. Aðstæður voru kannaðar með holumyndavélum í tólf lundavörpum utan Vestmannaeyjasvæðisins.
 
Erpur Snær Hansen, sjófuglafræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands, segir að tilgangur ferðarinnar hafi verið að kanna svokallað ábúðahlutfall, sem gefur til kynna í hversu mörgum holum er að finna egg. Undanfarið hafa menn haft áhyggjur af ábúðahlutfalli í Eyjum, sem hefur verið á bilinu 40-60 prósent. Eftir skoðun í fleiri lundavörpum er niðurstaðan sú að á landsvísu er meðaltalið 75 prósent.
 
Góður fréttirnar varðandi stofninn í Eyjum eru þær að pörin sem verpa í ár eru um 940.000 talsins, 240.000 fleiri en í fyrra. Hins vegar afrækir fuglinn eggin sem aldrei fyrr. Erpur Snær segir að lundinn hætti hreinlega að liggja á eggjunum vegna fæðuskorts. Hann segir ljóst að sjötta árið í röð verði ekki nægjanleg endurnýjun í lundastofninum við Vestmannaeyjar.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is