Yfirlögregluþjónninn í Vestmannaeyjum: Ég kvíði fyrir Þjóðhátíð á hverju einasta ári!

12.Júlí'10 | 16:54
Tilhlökkun vegna Þjóðhátíðar í Eyjum eykst dag frá degi - nema á lögreglustöðinni. Þar taka menn ekki gleði sína aftur fyrr en að lokinni Þjóðhátíð.
 
Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segist vonast til þess að gestir á Þjóðhátíð í Eyjum í ár verði ekki fleiri en 16.000 en í fyrra voru þeir um 14.000. Hann segir að öryggisgæsla verði mikil bæði hjá lögreglunni og starfsmönnum hátíðarinnar. Hann segist þó ekki taka gleði sína fyrr en Þjóðhátíð er lokið.
 
Jóhannes segir í samtali við Pressuna að lögreglan í Vestmannaeyjum muni bregðast við auknum mannfjölda á Þjóðhátíð með fleiri lögreglumönnum.
Búist er við að metaðsókn verði á Þjóðhátíð í ár þar sem Herjólfur mun sigla frá Landeyjarhöfn og munu því siglingar verða tíðari en áður. Flugfélag Vestmannaeyja hefur hins vegar ekki rekstrarleyfi og mun því ekki fljúga milli Bakka og Eyja.
 
Jóhannes segir varðandi aukinn mannfjölda:
„Ég vona að það verði ekki fleiri en 16.000 manns en það voru 14.000 í fyrra. Við fáum aðstoð úr Reykjavík, frá Suðurnesjum og Selfossi. Auk þess eru starfsmenn hátíðarinnar hátt í hundrað í dalnum.˜
 
Jóhannes segir að alvarlegum afbrotum hafi fækkað á Þjóðhátíð vegna aukinnar löggæslu. Til dæmis hafi ekkert kynferðisbrot verið kært til lögreglu í fyrra og hitteðfyrra. Þó eru alltaf einhverjir svartir sauðir innan um sem fylgjast þarf vel með.
 
Aðspurður hvort lögreglan skemmti sér á Þjóðhátíð segir hann:
 
„Ég viðurkenni það að ég kvíði fyrir Þjóðhátíð á hverju ári. Mér líður ekki vel fyrr en seinni part mánudags þegar fólk snýr aftur til síns heima.˜
 
Jóhannes beinir þeim tilmælum til foreldra að passa upp á börnin sín og minnir á að venjulegur útivistartími gildir um hátíðina. Hann segir að aðstaðan í Herjólfsdalnum hafi verið stækkuð, betri salernisaðstaða og stærra tjaldsvæði.
 
Hann vonast til þess að Þjóðhátíðarhefðin lifi áfram en Vestmannaeyingum þyki einkar vænt um hana.
Og Jóhannes segir að lokum:
„Við héldum meira að segja Þjóðhátíð 1973, árið sem eldgosið var í Heimaey. Það segir allt sem segja þarf.˜
 
 
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).