Viðtal við Harald A. Karlsson

Biður fólk að þrýsta á bæjarstjórn að bjóða sér aftur til Eyja með myndirnar

12.Júlí'10 | 00:54
Haraldur Ari Karlsson gerði upp föðurmissi með stuttmynd sem við höfum áður greint frá. Haraldur fékk verðskuldaða atygli á myndinni og fyllti kvikmyndahús Vestmannaeyja tvisar sinnum. Myndin Breki er 11 minúta stuttmynd sem fjallar um minningar Halla þegar faðir hans Karl ferst í hörmulegu sjóslysi um borð í  togaranum Breka V.E. Halli segist hafa fengið ótrúlega góða dóma og vera orðlaus yfir viðbrögðum fólks yfir myndinni. Við heyrðum í Haraldi um myndina, skólann, og hvað tekur við hjá þessum hressa strák.
 
Hvernig gekk námið hjá þér í Kvikmyndaskólanum?
Mér gekk bara mjög vel. Ég fann mig alveg í þessu námi. Kannski það sem gerði námið svona spennandi var það að hver dagur var eins og þema vika í grunnskóla. Mér leið alltaf eins og að ég væri að missa af einhverju ef ég færi ekki í skólann þess vegna missti ég ekki úr einn dag.
  Það sem mér fannst líka svo gaman við námið var þannig að við fengum að kynnast öllum hliðum kvikmyndagerðar og leiks. Svo voru leiklistar kennararnir mínir svo frábærir að ég var alltaf að læra eitthvað nýtt á hverjum degi. Manni leið svona eins og maður væri autt blað í byrjun dags og svo þegar maður fór heim löngu eftir að skólinn var búinn þá var maður orðin heil bók.
 
Hvernig gekk gerð myndarinnar?
Alveg eins og í sögu. Skemmtilegast fannst mér þó hvað við vorum mikið með náttúruna með okkur í liði. Þegar við komum á eyjuna fögru þá hrundi svona líka úr Bjarnarey og á síðasta tökudegi þegar leikstjórinn kallaði "It's a wrap" Þá byrjaði fyrsta öskufallið í Eyjum. Það var eins og eitthvað yfirnáttúrulegt væri að hjálpa til.
  Annars var allt á áætlun við lentum ekki í neinum erfiðleikum og held ég að megi þakka því frábæru fólki sem bæði kom að myndini og hugsaði fallega til okkar.
 
Voru margir sem komu að myndinni með þér?
Já svo sannarlega. Allt í allt vorum við um eða yfir hundrað manns. En svo það sé alveg á hreinu þá er ég að tala um fólk sem gerði allt frá því að klippa hár, leyfa okkur að nota heimili sín sem tökustaði og áhafnir togara, styrktaraðilar og ég veit ekki hvað og hvað.
 
Hvað tekur langan tíma að gera stuttmynd eins og Breka?
Ég skrifaði handritið á tveimur dögum en svo vann ég í því meira og meira næstu vikur. Auk þess kom að því að ráða fólk í öll störf. Þar á meðal leikara, tökumann, leikstjóra, framleiðendur og öll þau störf sem fylgja kvikmyndagerð. Svo taka við endalausir fundir um hvernig á að tækla verkefnið, ÖLL smáatriði rædd og allt krufið. Svo taka tökur við sem voru um átta til tíu dagar. En eftir þær þá er það auðvitað eftir vinnslan. Þar er myndin klippt og búinn til hljóðheimur fyrir hana. Þá er horft á myndina milljónsinnum til að laga alla litla hnökra. Þegar öllu þessu er lokið er myndin lita leiðrétt og settur er creditlisti.
  Þegar allt kemur til alls þá vill maður alltaf fá aðeins meiri tíma en maður fékk en er samt ánægður að hafa ekki fengið þann tíma því annars hefði myndin ekki orðið eins.
 
Hvernig gengur að fjármagna mynd eins og Breka?
Úff. Til allra hamingju er ég fæddur og uppalinn í besta bæjarfélagi Íslands og hefði ég ekki getað gert þessa mynd án Eyjamanna. Ég tók bara upp gamla takta frá því að ég var í skólalúðrasveitinni og gekk í fyrirtæki. Á endanum höfðum við loks nægt fjármagn til að geta klórað í bakkann.
  En ég held að þetta verkefni er einsdæmi um auðvelda fjáröflun sökum viðfangsefnis. Því ég veit að allir vilja heiðra minningu manns á þennann hátt og vil ég enn aftur þakka öllum fyrir hjálpina.
 
Hvernig dóma er myndin búinn að fá?
Ótrúlega góða. Ég er orðlaus yfir viðbrögðum fólks.
 
Ertu sáttur með útkomuna á myndinni?
Já ég er meira enn sáttur. Ég var búinn að hugsa hana framm og til baka og svo loks þegar ég fékk að sjá, þá fannst mér hún bara enn betri enn ég gat leyft mér að halda. Það sem mér fannst líka svo frábært við þessa mynd er að handritið sem ég skrifaði fékk að haldast algjörlega frá A-Ö. nánast hvert orð er á réttum stað.
 
Verður hægt nálgast myndina fyrir þá sem komust ekki?
Já ég vona það. Ég er að fara á fund með Hilmari Oddssyni leikstjóra í næstu viku og þar verður rætt öll þess praktísku mál. Þar verða einmitt rædd sýningar mál og annað skemmtileg.
  En það sem ég vil gera er auðvitað að byðja fólk um að þrýsta á bæjarstjórn um að bjóða mér aftur til Eyja með myndirnar.
 
Hvað tekur við hjá þér á næstu vikum og mánuðum?
Núna er ég bara að taka að mér allskonar verkefni bæði stór og smá, fyrir framan of aftann cameruna. Svo er það auðvitað Cannes næsta ár þar sem mynd sem ég lék í "Áttu vatn?" verður sýnd og mér heyrist að það sé eitt af stærðstu kvikmyndahátíðum í heiminum ef ekki sú stærsta.
 
Munum við sjá aðra mynd eftir þig á næstu árum?
Ég er að reyna að hrinda af stað mynd í fullri lengd. Hana langar mig að taka upp í Færeyjum og mér heyrist af þeim sem hafa heyrt söguþráðinn eða lesið handritið sem ég einnig skrifaði séu mjög spenntir. Hún er mjög ólík Breka en hefur samt sem
  Annars er ég alltaf að skrifa í frítíma og einmitt á meðan ég er í þessu viðtali er ég að skrifa handrit að barnamynd sem mér langar að gera á næstu árum eða ári.
 
Eitthvað að lokum?
Vil bara minna fólk á að gera það sem það hefur áhuga á og elskar. Aðeins þannig verður maður sáttur við sjálfann sig og glaður. Maður á að lifa en ekki lifa af!
 
 
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%