Rasmus Christiansen semur við ÍBV út tímabilið 2011

9.Júlí'10 | 15:53
Varnartröllið Rasmus Christiansen sem hefur spilað í hjarta varinnar hjá ÍBV í sumar hefur skrifað undir nýjan samning við ÍBV út tímabilið 2011. Vörn ÍBV hefur verið ein sú besta í PEPSI-deildinni í sumar og fengið á sig færst mörk í deildinni eða 9 mörk í 11 leikjum. Þeir Rasmus og Eyjapeyjinn Eiður Aron hafa náð mjög vel saman í sumar og nú verða þeir liðsfélagar á næsta tímabili líka. Rasmus er 21 árs Dani.
Rasmus sagði að ein af ástæðunum afhverju hann semur við ÍBV að hann sé sáttur með að vera spila alla leikina og vera einn af 11 byrjunarliðs mönnum. Hann segist vera ánægður að vera búinn að gera samning og vita hvar hann spilar á næsta tímabili og segist líka mjög vel hjá ÍBV, og ekki skemmir fyrir að vera í bullandi toppbaráttu. Rasmus á 41 landsleik fyrir yngri landslið Danmerkur. Hann kom til ÍBV fyrir þetta tímabil frá Danska liðinu Lyngby en rifta þeir samningi við hann og kemur hann því til ÍBV án greiðslu, ÍBV gerði upphaflega lánsamning við Lyngby til 18. júlí.
Rasmus á kærustu út í Danmörku sem kemur hingað um helgina og segir hann það verði rætt hvort hún komi hingað til hans næsta sumar.
 
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.