Rasmus Christiansen semur við ÍBV út tímabilið 2011

9.Júlí'10 | 15:53
Varnartröllið Rasmus Christiansen sem hefur spilað í hjarta varinnar hjá ÍBV í sumar hefur skrifað undir nýjan samning við ÍBV út tímabilið 2011. Vörn ÍBV hefur verið ein sú besta í PEPSI-deildinni í sumar og fengið á sig færst mörk í deildinni eða 9 mörk í 11 leikjum. Þeir Rasmus og Eyjapeyjinn Eiður Aron hafa náð mjög vel saman í sumar og nú verða þeir liðsfélagar á næsta tímabili líka. Rasmus er 21 árs Dani.
Rasmus sagði að ein af ástæðunum afhverju hann semur við ÍBV að hann sé sáttur með að vera spila alla leikina og vera einn af 11 byrjunarliðs mönnum. Hann segist vera ánægður að vera búinn að gera samning og vita hvar hann spilar á næsta tímabili og segist líka mjög vel hjá ÍBV, og ekki skemmir fyrir að vera í bullandi toppbaráttu. Rasmus á 41 landsleik fyrir yngri landslið Danmerkur. Hann kom til ÍBV fyrir þetta tímabil frá Danska liðinu Lyngby en rifta þeir samningi við hann og kemur hann því til ÍBV án greiðslu, ÍBV gerði upphaflega lánsamning við Lyngby til 18. júlí.
Rasmus á kærustu út í Danmörku sem kemur hingað um helgina og segir hann það verði rætt hvort hún komi hingað til hans næsta sumar.
 
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.