Baráttu sigur Eyjamanna gegn Keflavík

Myndir úr leiknum með frétt

8.Júlí'10 | 23:15
ÍBV sigraði Keflavík 2-1 í veðurblíðunni á Hásteinsvellinum í kvöld. ÍBV voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og áttu fleiri betri færi en gestirnir frá Keflavík en bæði lið eru í bullandi toppbaráttu. ÍBV komst yfir eftir hornspyrnu frá Tryggva Guðmyndsyni á 32. mínútu en það var fyrirliðinn Andri Ólafsson sem stökk hæðst allra manna og skallaði boltann laglega í markið, engin vafi á þarna er sterkasti skalla maður landsins. Keflavík nýttu sér það að ÍBV sofnuðu undir lok fyrri hálfleiks og náðu skoti sem lak í mark ÍBV og staðan 1-1 í hálfleik.
Mark Keflavíkur virðist hafa styrkt þá til muna og komu mun sterkari til leiks í seinni hálfleik sem var þó jafn allveg til loka. Bæði lið voru líkleg til að stela sigrinum í lokin og bæði lið áttu stangaskot, en Keflavík spilaði mjög harðan fótbolta og fengu 7 gul spjöld og eitt rautt í lokin en mikil hiti var í leikmönnum Keflavíkur sem mótmæltu rauðaspjaldinu harðlega. En ÍBV tryggði sér sigurinn á 94. mínútu þegar boltinn barst til Eiðs Aron sem þrumaði boltanum í markið og óverjandi fyrir markmann Keflavíkur, en markið er eitt það flottasta í sumar.
Baráttur sigur Eyjamanna staðreynd og deila þeir 1. sætinu með Breiðablik sem hefur betri markatölu en ÍBV
 
Næsti leikur ÍBV er gegn Fram á Hásteinsvellinum 17. júlí og ekkert bendir annað en ÍBV haldi áfram í toppbaráttunni í PEPSI-Deildinni.
 
Myndir úr leiknum sem Bjarni Þór tók má sjá hér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.