Áhrif Landeyjarhafnar

Ómar Ragnarsson bloggar:

8.Júlí'10 | 12:57

Ómar Ragnarsson

Áhrif Landeyjarhafnar á samgöngur í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi verða mikil þegar þar að kemur, því að það verður alger bylting fólgin í því að fara á milli lands og eyja á nokkrum mínútum.
 
Suðurland og Eyjar verða samfellt atvinnu- og ferðamannasvæði við þessa breytingu ef vel tekst til.
Ekki verða öll áhrifin þó eingöngu til góðs. Margir harma það nú að flugsamgöngur á milli hins nýlega Bakkaflugvallar og Eyja skuli hafa lagst af og vona að þær verði teknar upp aftur.
 
Varla er þó við því eftir að Landeyjahöfn aðeins tvo kílómetra í burtu flugvellinum kemst í gagnið.
 
Er það bara ekki allt í lagi? spyrja margir. Jú, vafalaust svona yfirleitt, en þó má búast við að komi dagar, þegar ófært verður að sigla inn í höfnina en fært til flugs. Þetta á þó eftir að koma betur í ljós.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.