Mikil umferð um Landeyjarhöfn

Ekkert leyfi komið til byggingar smábátaaðstöðu í Landeyjahöfn

7.Júlí'10 | 17:59

Landeyjahöfn bakkafjara bakki

Sigurður Áss Grétarsson, forstöðurmaður hafnarsvið Siglingastofnunar, segir að bæjarstjórn Vestmannaeyja hafi ekki fengið leyfi Siglingamálastofnunar til að koma upp lítilli flotbryggju í Landeyjahöfn líkt og sagt var í hádegisfréttum Bylgjunnar. Málið verði í fyrsta lagi afgreitt í lok mánaðarins.
Undanfarið hafa bátar siglt með farþega milli lands og eyja. En framkvæmdir eru enn í Landeyjahöfn og Siglingastofnun áréttar að þar sé öll umferð bönnuð.
 
Fram kemur á vef stofnunarinnar að fólk á öllum aldri, jafnvel með börn í fangi, hafi sést klifrandi í grjótgörðum, mikil hætta sé á slysum, og á myndinni sést að ekki er auðvelt að komast þarna í land. Siglingastofnun ítrekar að banninu verði framfylgt í samráði við lögreglu á svæðinu.
 
Heimildir fréttastofu innan samgönguráðuneytisins herma að menn þar séu allt annað en ánægðir með þessar siglingar nú.
 
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum, segir að Eyjamenn séu tilbúnir til framkvæmda og bærinn sé tilbúinn að borga fyrir aðkomu báta í höfninni. Siglingastofnun hafi tekið vel í erindið og gert sé ráð fyrir að Landeyjarhöfn verði tilbúin 25. Júlí. „Við bíðum bara eftir formlegu samþykkis ráðuneytisins."
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.