Með Skype og síma á Heathrow

Heimir fylgist með leiknum af flugvellinum

7.Júlí'10 | 08:05

ÍBV Heimir Hallgrímsson

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, horfði á leik sinna manna á Stöð 2 Sport í gegnum Skype á fartölvunni sinni þar sem hann sat á Heathrow-flugvelli í London á sunnudaginn. Heimir var að hefja nám til að ná í þjálfaragráðuna UEFA Pro License og gat því ekki verið á hliðarlínunni.
„Konan mín stillti fartölvunni upp fyrir framan sjónvarpið. Ég heyrði Guðjón Þórðarson meira að segja rýna í leikinn, það var stór plús," sagði Heimir og hló við.
 
Liðinu stýrðu þeir Hjalti Kristjánsson, þjálfari og leikmaður KFS í Vestmannaeyjum, og Dragan Kazic.
 
„Þeir stýrðu liðinu á leikdag og stóðu sig frábærlega. Það verður ekkert tekið af þeim og þeir eiga allan heiðurinn skilinn. Ég er virkilega ánægður með þá," sagði Heimir sem undirbjó liðið undir leikinn, meðal annars með tölvupóstum sem var varpað með skjávarpa á veggi fyrir allt liðið.
 
Hann var svo í símasambandi frá Englandi. „Ég hringdi nokkrum sinnum og reyndi að skipta mér af. Maður verður að redda sér," sagði Heimir sem hrósaði staðgenglum sínum í hástert.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is