Forsala á Þjóðhátíð 2010 í fullum gangi

Dagskráin kominn í loftið!!!

7.Júlí'10 | 01:36
Forsala aðgöngumiða á Þjóðhátíð 2010 hófst 2. júlí en er hún í öllum verslunum 10-11. Í Eyjum er forsalan í Skýlinu Friðarhöfn. Nú geta sunnlendingar tryggt sér miða í dalinn í forsölu því verslunin Sportbær á Selfossi hefur hafið sölu á forsölumiðum. Verð í forsölu er 11.900,- en við hlið er það 13.900,-
 
 
Dagskráin í ár býður uppá hljómsveitir á borð við, Dikta, Our lives, Í svörtum fötum, Veðurguðina og tónlistarmennina K.K, Bubba og Björgvin Halldórs. Páll Óskar mætir á sína þriðju þjóðhátíð í röð, en hann hefur náð frábæri stemmingu í dalnum undanfarinn ár, en hann skemmtir jafnframt á svo kölluðu Húkkaraballi á fimmtudeginum.
Góð og fjölbreytt dagskrá alla helgina, með helstu skemmtikröftum landsins á Þjóðhátíð 2010, en ekki hvað!!
 
Smelltu hér til að sjá dagskrána í heild á dalurinn.is.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.