Gerði upp föðurmissi með stuttmynd

6.Júlí'10 | 01:09
Útskriftarnemi frá Kvikmyndaskóla Íslands gerði upp föðurmissi með því að gera stuttmynd um slys sem varð á togaranum Breka frá Vestmannaeyjum fyrir 18 árum. Með eitt aðalhlutverkanna fer leikarinn Valdimar Örn Flygenring sem var til sjós með föðurnum vegna gerðar heimildarmyndar um sjómennsku stuttu fyrir slysið.
Haraldur Ari Karlsson sýndi gestum goslokahátíðar í Vestmannaeyjum um nýliðna helgi tvær myndir sem tengjast slysi sem varð um borð í togaranum Breka frá Eyjum árið 1992. Þá féll faðir hans, Karl Jóhann Birgisson, útbyrðis og fórst.
 
Fyrri myndin var heimildarmyndin „Á sjó“. Kvikmyndagerðarmaðurinn Sigurður Sverrir Pálsson og leikarinn Valdimar Örn Flygenring voru um borð í Breka við upptökur hennar skömmu fyrir slysið. Af ýmsum ástæðum tafðist vinnsla myndarinnar og kom hún ekki út fyrr en tæpum áratug síðar. Myndinni var breytt í ljósi atburðanna og er í senn heimild um lífið á sjó og minningarmynd um Karl Jóhann.
 
Seinni mynd sýningarinnar var stuttmynd Haraldar Ara um eigin upplifun atburðanna, en hann var aðeins fimm ára þegar faðir hans fórst. Mynd Haraldar Ara er tekinn upp á heimaslóðum hans í Vestmannaeyjum. Hann segir að vinnan við myndina hafi verið sér erfið og að mikið hafi verið grátið. Ferlið hafi hins vegar hjálpað sér að losa um ýmsar tilfinningar sem hann hafi byrgt inni í mörg ár.
 
www.ruv.is greindi frá.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.