Þrír úr ÍBV í liði 10. umferðar

Andri Ólafs leikmaður 10. umferðarinnar

Þjálfarinn horfði á með Solskjær og drakk rauðvín

6.Júlí'10 | 17:36
Andri Ólafsson var öflugur á miðjunni hjá ÍBV í 2-0 sigrinum á Stjörnunni í fyrrdag.
,Ég var ánægður með sigurinn. Við lögðum leikinn akkúrat svona upp," sagði Andri við Fótbolta.net í dag en hann hóf leikinn sjálfur frammi áður en hann fór niður á miðjuna.
 
 
,Í rauninni byrjum við með þrjá menn frammi. Við byrjum oft leiki á því að sækja á liðin og svo fell ég yfirleitt niður og við förum í 4-4-2. Ég og Finnur (Ólafsson) áttum ágætis leik. Við komum ekki mikið við boltann en endalaus hlaup skiluðu því að Stjarnan gat lítið opnað okkur í leiknum."

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var á þjálfaranámskeiði í Englandi og missti af þeim sökum af leiknum.

,,Það var ekkert að trufla okkur en það munar samt alltaf aðeins um hann. Hann er með flotta töflufundi, við fengum hann sendan á e-maili og þetta var sýnt á skjávarpa."

,,Ég held að hann hafi verið stressaður úti, hann horfði á leikinn með Ole Gunnar Solskjær og þeir fengu sér dýrari týpuna af rauðvíni með leiknum," sagði Andri léttur í bragði.

Eyjamenn eru í öðru sæti deildarinnar eftir tíu umferðir og vantar einungis tvö stig til að jafna stigafjölda sinn á öllu tímabilinu í fyrra.

,,Við erum búnir að bæta við okkur sterkum leikmönnum. Við vorum margir að spila undir getu í fyrra. Síðan er þetta aðeins að falla með okkur. Stjarnan hefði alveg getað komist í 1-0 og þá hefðu þeir fengið rosa fína umfjöllun."

Þeir leikmenn sem Eyjamenn engu fyrir tímabilið hafa spilað mjög vel og þar má nefna Tryggva Guðmundsson, James Hurst og Finn Ólafsson.

,,Ef maður á að velja einn út þá finnst mér Finnur hafa verið svakalegur. Ég hafði ekkert séð þennan strák áður en hann kom hingað og það kom hrikalega á óvart hvað hann er búinn að vera öflugur. Hann er búinn að vera jafnbesti leikmaður okkar í sumar, Tryggvi líka og James (Hurst). Allir sem voru keyptir voru keyptir til að fara inn í liðið og þeir hafa staðið undir því."

Fyrir tímabilið gáfu Eyjamenn út það markmið að þeir ætluðu að ná Evrópusæti og fyrri hluti tímabilsins hefur gengið vel.

,,Við erum í öðru sæti sem gefur Evrópusæti en það er ekki nóg að vera með 20 stig til að komast í Evrópusæti. Það þarf að tvöfalda það sennilega og gengið þarf að vera gott líka í seinni umferðinni til að það náist."

Næstu fimm leikir ÍBV eru á heimavelli og sá fyrsti er gegn Keflavík á fimmtudag.
,,Eins og er þá lítur þetta vel út en við erum ekki að fara að leika fimm heimaleiki við einhverja pappakassa. Við eigum leiki á móti fimm efstu liðunum eða eitthvað. Ef það gengur vel sést hvað við ætlum að gera en þetta gæti líka snúist í andlitið á okkur," sagði Andri að lokum.
 
Andri Ólafs, James Hurst og Eiður Aron voru í liði 10. umferðar, ásamt var mark Denis Sytink valið mark umferðarinnar. Má sjá uppgjörið úr 10. umferð hér.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).