Frábæri Goslokahátíð lauk í gær

5.Júlí'10 | 00:09
Goslokin 2010 fóru fram um helgina í Vestmannaeyjum dagana 1-4 júlí. Góð dagskrá var alla helgina og gat fólk á öllum aldri fundið sér einhvað við hæf til skemmtunar. Helgin fór vel fram en lítið var um útköll hjá lögreglunni þrátt fyrir að bærinn var fjölmennur af fólki sem voru skemmta sér.
Mikið var um sýningar í Vestmannaeyjum og voru þær allar vel sóttar. á fimmtudaginn opnaði Sursteyjarstofa eins og við höfum áður greint frá. Nýtt kaffihús opnaði í Baldurshaga á laugardaginn sem er í eigu Helgu og Arnós bakara en það ber nafnið Vinaminni.
 
Um helgina fór svo fram árlegt Volcano Open og var mikið um flott tilþrif á golfvellinum. Á laugardaginn voru tónleikar undir nafninu Vísur úr vinabókinni með vel völdu tónlistarfólki. Reimleikarnir voru á plani Ráðhúsins á laugardaginn þar sem bræðrafélagið Vinir Ketlis bónda tóku á móti Molunum en það voru V.K.B sem fóru með sigur að hólmi 5-1.
 
Hápunktur helgarinnar fór svo fram í Skvíssundi á laugardagskvöldið þar sem saman voru kominn um 3000 manns að skemmta sér mátti heyra tónlist hljóma úr öllum hornum og virðist allir hafa skemmt sér frábærlega og veðrið lék við gesti alla helgina.
 
Nokkrar myndir af helginni má sjá hér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%