Í brekkunni á Suðurland FM 96,3
Átt þú góða Þjóðhátíðarsögu?
4.Júlí'10 | 17:09„Við ætlum að hita upp fyrir verslunarmannahelgina og þá helst Þjóðhátíð í Eyjum eins og við gerðum í fyrra,“ segir Bersveinn Theodórsson, oft kallaður Bessi. Hann og Vignir Egill Vigfússon fara í loftið með þáttinn Í brekkunni á Suðurland FM 96,3 mánudaginn 26. júlí og verður þátturinn að mestu sendur beint út frá Vestmannaeyjum.
„Við verðum í beinni frá Vestmanneyjum frá þriðjudegi og fram á laugardag og þá beinist athyglin að langmestu leyti að Þjóðhátíð. En við munum einnig fara yfir það sem verður að gerast á Suðurlandi um verslunarmannahelgina í upphafi vikunnar,“ segir Bessi. „Við munum heyra í þeim sem koma fram á hátíðinni og einhverjir munu taka lagið í beinni, spjalla við hinn almenna Þjóðhátíðargest, fara yfir allt sem þú þarft að vita fyrir Þjóðhátíð og margt fleira.“
Nú er farinn í gang skemmtilegur leikur í tengslum við þáttinn þar sem hlustendum gefst tækifæri á að vinna miða á hátíðina og álíka glaðning. Það eina sem fólk þarf að gera til að taka þátt í leiknum er að senda sína Þjóðhátíðarsögu á netfangið ibrekkunni@963.is og það er komið í pottinn. „Við gerðum þetta í fyrra og það kom virkilega vel út. Við fengum margar góðar sögur og fólk hafði gaman af því að heyra þessar sögur í útvarpinu,“ segir Bessi. „Nú hefur fólk meiri tíma til að rifja upp bestu söguna sína og senda hana á okkur. Við ásamt góðu fólki munum svo velja bestu söguna og hlýtur eigandi hennar flott verðlaun. Sigurvegarinn verður tilkynntur í þættinum þriðjudaginn 27. júlí.“
Fyrir þá sem vilja fræðast meira um leikinn og þáttinn er hægt að senda póst á ibrekkunni@963.is. „Svo er auðvitað hægt að finna okkur á facebook með því að leita að Í Brekkunni,“ segir Bessi að lokum.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála
2.Nóvember'18Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.
Vilt þú ná til Eyjamanna?
28.Júní'17Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is