Þjóðhátíðarlagið frumflutt í fyrramálið

"Viltu elska mig á morgun"

2.Júlí'10 | 11:49
Nú er komið að þeim árlega viðburði að frumflytja lag Þjóðhátíðarinnar í Vestmannaeyjum. Lagið verður frumflutt á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins fyrir hádegi á morgun, föstudag.
Í áranna rás hefur verið sá siður að þjóðhátíðin í eyjum skarti þjóðhátíðarlagi og hafa allmörg þeirra verið öllum landsmönnum kær og mikill heiður fyrir listamennina sem semja.
Fyrsta þjóðhátíðin var haldin 1874, en fyrsta þjóðhátíðarlagið er talið vera “Setjumst að sumbli” eftir Oddgeir Kristjánsson, sem flutt var á þjóðhátíðinni 1933.
Oddgeir var svo hirðskáld þjóðhátíðarinnar allt til ársins 1969 þegar Þorgeir Guðmundsson samdi lagið Draumblóm Þjóhátíðarnætur við texta Árna Johnsen, en Oddgeir á einmitt frægasta þjóðhátíðarlag allra tíma “Ég veit þú kemur” frá árinu 1962.
Síðan 1969 hafa fjölmargir lagahöfundar átt þjóðhátíðarlög, þ.á.m Gylfi Ægisson, Ási í Bæ,Jón Ólafsson, Geirmundur Valtýsson,Eyjólfur Kristjánsson, Skítamórall, Hreimur Heimisson og það síðasta var lagið Eyjan mín fagra græna eftir Bubba Morthens.
 
 
Í ár var leitað til listamanns sem hefur verið elskaður og dáður um áratugaskeið og fagnar 30 ára útgáfuafmæli á þessu ári, Kristján Kristjánsson sem við þekkjum betur sem KK.
 
 
KK var ekki lengi að svara kallinu þegar bón um þjóðhátíðarlag var borin upp á hann, og eiginlega bara skrítið að hann hafi ekki verið fyrir löngu verið búinn að semja eitt slíkt.
 
 
Lagið er mjög í anda KK, hugljúft og fallegt, og þau hughrif sem eru í forgangi eru þau sem einkenna þjóðhátíðina, vinskapur, kærleikur og sumarást.
 
 
KK flytur þjóðhátíðarlagið í ár sem nefnist “Viltu elska mig á morgun” og það er enginn vafi á því að það mun lifa í hjörtum landsmanna eins og lög síðustu ára.
 
 
Sjáumst í dalnum , og tökum undir í brekkunni.
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%