Surtseyjarstofa opnaði í Eyjum í gær

2.Júlí'10 | 17:51
Í gærdag klukkan 14:00 opnaði svo kölluð Surtseyjarstofa í Vestmannaeyjum við Heiðarveg 1. Starfsmaður Umhverfisstofnunar í Vestmannaeyjum og sérfræðingur friðlands Surtseyjar er: Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur. En þarna starfa tvær stúlkur líka í sumarstarfi. Opnunartíminn á sumrin er frá 16 maí til 15 september og er opið alla daga 11-17. Á veturnar er opið frá 16 sept - 15 maí á laugardögum frá 13-16. Staðurinn er stór og rúmgóður, hinn glæsilegasti og mjög fræðandi.
 
 
Friðlandið Surtsey – Surtseyjarstofa
 
Umhverfisstofnun hefur eftirlit með náttúru landsins og umsjón með náttúruverndarsvæðum. Á stofnuninni er unnið að friðlýsingu svæða, höfð umsjón með gerð verndaráætlana fyrir náttúruverndarsvæði og skráningu náttúruminja.
 
Hjá Umhverfisstofnun starfa sérfræðingar friðlanda sem sjá um rekstur, umsjón og eftirlit með friðlöndum, framfylgja verndaráætlun og sjá um rekstur og umsjón gestastofa.
 
Friðlandið Surtsey hefur, ásamt Eldey, hæsta verndargildi friðlýstra svæða hérlendis, og er bannað að fara út í eynna nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Bann við ferðum út í Surtsey er vegna vísindarannsókna og vöktunar þar sem fylgst er með náttúrulegri þróun eyjarinnar. Friðlýsing Surtseyjar eykur vísindagildi hennar þar sem áhrifa mannsins er haldið í lágmarki. Til ráðgjafar um málefni friðlandsins er ráðgjafanefnd Surtseyjar sem er skipuð sex fulltrúum. Fulltrúar nefndarinnar eru frá Umhverfisstofnun, Surtseyjarfélaginu, Náttúrufræðistofnun Íslands, Hafrannsóknastofnun og Vestmannaeyjabæ.
 
Surtsey var samþykkt á heimsminjaskrá UNESCO sumarið 2008 sem einstakur staður náttúruminja á heimsmælikvarða. Í mati heimsminjanefndar UNESCO er sérstaklega tekið fram mikilvægi rannsókna og vöktunar á landnámi dýra og plantna ásamt þróun eyjunnar og framvindu lífríkis Surtseyjar fyrir heiminn.
 
Surtseyjarstofa, gestastofa Surtseyjar, er í undirbúningi og verður staðsett í Vestmannaeyjabæ. Surtseyjarstofa mun þjóna þeim tilgangi að taka á móti öllum þeim sem vilja fræðast og kynna sér náttúruperluna Surtsey. Í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík er sýning um Surtsey sem Náttúrufræðistofnun Íslands sá um að setja upp árið 2007. Sú sýning kemur til með að vera flutt í Surtseyjarstofu í Vestmannaeyjum.

 
Staðurinn lítur sem glæsilegasti út.

María Guðjónsdóttir starfsmaður Sursteyjarstofu brosti fyrir ljósmyndara Eyjar.net
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.